Afskipti lykilmanna umhugsunarverð 4. október 2005 00:01 Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir í samtali við Fréttablaðið að ýmislegt athyglisvert hafi komið í ljós með umfjöllun Fréttablaðsins um aðdragandann að Baugsmálinu. „Meðal annars það að lykilmenn í Sjálfstæðisflokknum hafi tengst aðdragandanum að málinu beint og er ég þá ekki síst að tala um Styrmi Gunnarsson, ritstjóra Morgunblaðsins,“ segir Valgerður. Hún segir að sér hafi þótt sérstaklega athyglisvert það sem fram kom í einum tölvupósti hans að hann hafi talið að skattalögreglan væri að bíða með Baugsmálið þar til fjármálaráðherra komi úr sumarfríi. „Þetta kom mér ekki að öllu leyti á óvart því ég átti í ritdeilu við Styrmi Gunnarsson í sumar, sem snerist einmitt um sjálfstæði eftirlitsstofnana, sem ég legg mikla áherslu á og tel að sé algjört grundvallaratriði. Í máli Styrmis kom hins vegar fram að hann beinlínis telur að pólitísk afskipti eigi að vera af eftirlitsstofnunum,“ sagði Valgerður. „Styrmir endaði þessar deilur, þegar hann var orðinn rökþrota, með því að segja að það skipti engu máli hvað ég segði, það tæki hvort eð er enginn mark á mér,“ sagði Valgerður. Deilurnar sem hún vitnaði til snerust um gagnrýni Morgunblaðsins á Valgerði, sem birt var í Staksteinum blaðsins, vegna þess að hún hafði neitað að ræða úrskurð Samkeppnisráðs um samruna FL Group, Bláfugls og Flugflutninga, sem stofnunin heimilaði í sumar, við Morgunblaðið. Hún sagðist ekki ræða úrskurði Samkeppnisráðs til að veikja ekki sjálfstæði stofnunarinnar. „Styrmir virtist telja að það væri eðlilegt að stjórnvöld hefðu afskipti af eftirlitsstofnunum,“ segir Valgerður. Spurð hvort hún telji þetta viðhorf hafa endurspeglast í aðkomu Styrmis að aðdraganda Baugsmálsins segir hún: „Það sem ég las í þessum tölvupósti fannst mér í nokkru samræmi við það sem kom fram í sumar, um þetta gundvallaratriði, sem er sjálfstæði eftirlitsstofnana. Auðvitað á hið sama við um lögreglu og skattalögreglu, svo ekki sé fleira nefnt,“ segir hún. Valgerður segir aðspurð að Fréttablaðið og Morgunblaðið hefðu tekist á um málið og væru orðnir gerendur í því. Hún sagði það jafnframt ekki að ástæðulausu að Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni hefði verið blandað inn í umræðuna um Baugsmálið. „Samfylkingin hefur tekið mjög málstað Baugs í umræðunni almennt, meðal annars þegar samkeppnislög voru til umræðu á þinginu,“ segir hún. Þá sé augljóst hver aðkoma lykilmanna í Sjálfstæðisflokknum að aðdraganda málsins sé. Spurð hvaða áhrif umræðan hefði á ríkisstjórnarsamstarfið segir hún: „Ég er ekki að halda því fram að ráðherrar í ríkisstjórn hafi komið að málinu en hins vegar það, að lykilmenn hafi komið að því í aðdraganda málsins, er umhugsunarefni, þótt ég segi ekki meira.“ Baugsmálið Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Fleiri fréttir Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir í samtali við Fréttablaðið að ýmislegt athyglisvert hafi komið í ljós með umfjöllun Fréttablaðsins um aðdragandann að Baugsmálinu. „Meðal annars það að lykilmenn í Sjálfstæðisflokknum hafi tengst aðdragandanum að málinu beint og er ég þá ekki síst að tala um Styrmi Gunnarsson, ritstjóra Morgunblaðsins,“ segir Valgerður. Hún segir að sér hafi þótt sérstaklega athyglisvert það sem fram kom í einum tölvupósti hans að hann hafi talið að skattalögreglan væri að bíða með Baugsmálið þar til fjármálaráðherra komi úr sumarfríi. „Þetta kom mér ekki að öllu leyti á óvart því ég átti í ritdeilu við Styrmi Gunnarsson í sumar, sem snerist einmitt um sjálfstæði eftirlitsstofnana, sem ég legg mikla áherslu á og tel að sé algjört grundvallaratriði. Í máli Styrmis kom hins vegar fram að hann beinlínis telur að pólitísk afskipti eigi að vera af eftirlitsstofnunum,“ sagði Valgerður. „Styrmir endaði þessar deilur, þegar hann var orðinn rökþrota, með því að segja að það skipti engu máli hvað ég segði, það tæki hvort eð er enginn mark á mér,“ sagði Valgerður. Deilurnar sem hún vitnaði til snerust um gagnrýni Morgunblaðsins á Valgerði, sem birt var í Staksteinum blaðsins, vegna þess að hún hafði neitað að ræða úrskurð Samkeppnisráðs um samruna FL Group, Bláfugls og Flugflutninga, sem stofnunin heimilaði í sumar, við Morgunblaðið. Hún sagðist ekki ræða úrskurði Samkeppnisráðs til að veikja ekki sjálfstæði stofnunarinnar. „Styrmir virtist telja að það væri eðlilegt að stjórnvöld hefðu afskipti af eftirlitsstofnunum,“ segir Valgerður. Spurð hvort hún telji þetta viðhorf hafa endurspeglast í aðkomu Styrmis að aðdraganda Baugsmálsins segir hún: „Það sem ég las í þessum tölvupósti fannst mér í nokkru samræmi við það sem kom fram í sumar, um þetta gundvallaratriði, sem er sjálfstæði eftirlitsstofnana. Auðvitað á hið sama við um lögreglu og skattalögreglu, svo ekki sé fleira nefnt,“ segir hún. Valgerður segir aðspurð að Fréttablaðið og Morgunblaðið hefðu tekist á um málið og væru orðnir gerendur í því. Hún sagði það jafnframt ekki að ástæðulausu að Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni hefði verið blandað inn í umræðuna um Baugsmálið. „Samfylkingin hefur tekið mjög málstað Baugs í umræðunni almennt, meðal annars þegar samkeppnislög voru til umræðu á þinginu,“ segir hún. Þá sé augljóst hver aðkoma lykilmanna í Sjálfstæðisflokknum að aðdraganda málsins sé. Spurð hvaða áhrif umræðan hefði á ríkisstjórnarsamstarfið segir hún: „Ég er ekki að halda því fram að ráðherrar í ríkisstjórn hafi komið að málinu en hins vegar það, að lykilmenn hafi komið að því í aðdraganda málsins, er umhugsunarefni, þótt ég segi ekki meira.“
Baugsmálið Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Fleiri fréttir Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Sjá meira