Lögbannið ógnun við blaðamenn 4. október 2005 00:01 Alþjóðasamtök blaðamanna, IFJ, vöruðu í gær íslensk stjórnvöld við því að með því að setja lögbann á birtingu frétta í Fréttablaðinu og ráðast inn á ritstjórnarskrifstofu geti frelsi fjölmiðla á Íslandi verið stefnt í hættu. Formaður samtakanna, Aidan White, segir að yfirvöld séu á hálli braut með því að hafa afskipti af fréttastofu. „Af þessari aðgerð má ætla að verið sé að ógna blaðamönnum og gera tilraun til þess að koma í veg fyrir umfjöllun um mikilvægt þjóðfélagsleg málefni en það getur stofnað frelsi fjölmiðlanna í hættu," segir White. Í yfirlýsingu sem samtökin sendu frá sér í gær er skýrt frá helstu málavöxtum og sagt frá innrás fulltrúa sýslumanns á ristjórnarskrifstofu Fréttablaðsins sem krafðist þess að fréttaritstjóri léti af höndum gögn í málinu. Þá er sagt frá málarekstrinum á hendur Baugi og því sem fram kom í nýlegri umfjöllun Fréttablaðsins um aðdragandann að málinu, að lykilmenn í Sjálfstæðisflokknum væru tengdir aðdraganda málsins. „Þetta er mjög flókið mál sem krefst mjög faglegrar blaðamennsku," segir White. „Afskipti yfirvalda hjálpa ekki til. Blaðamenn verða að geta skrifað fréttir í friði," segir hann. Spurður hvort hann viti um fordæmi fyrir aðgerðum sem þessum af hálfu yfirvalda í hinum Vestræna heimi segir White: „Þetta er mjög óalgengt í allri Vestur-Evrópu, en kemur samt fyrir. Þetta er algengast þegar um er að ræða mál er varða öryggismál eða þegar verið er að fjalla um mál sem tengjast stjórnvöldum, eins og hér er um að ræða," segir White. Hann segir að samtökin líti á þetta atvik sem örvæntingu yfirvalda vegna þess sem blaðamenn eru að fjalla um. „Yfirvöld hafa fullan rétt á því að vera ósátt við það sem blaðamenn eru að skrifa um, en leiðin til að koma því á framfæri er að ræða málin. Það sem þau eiga ekki er að gera er að nota þessa tegund ógnunar, að ráðast inn á ristjórnarskrifstofur, sem leiðir ekki til bættra samskipta milli blaðamanna og yfirvalda, heldur þvert á móti," segir White. Spurður hvort aðgerðir yfirvalda á föstudag hafi beinlínis stefnt í hættu segir hann að hann vilji vera varkár í að dæma um það. „Ég er ekki viss um að frelsi fjölmiðla á Íslandi sé í raun í hættu eftir þetta vegna þess hve íslenskt lýðræði er rótgróið. Við viljum fyrst og fremst vara við hættunni sem getur skapast við svona aðgerðir yfirvalda og vara við þeim," segir White. Hann segir að samtökin hafi gefið út yfirlýsingu sína til þess að vekja athygli íslenskra yfirvalda á sjónarmiði þeirra hvað varðar þetta mál. „Mér finnst það nú til marks um frelsi fjölmiðlanna á Íslandi að fjölmiðill sem er í eigu Baugs geti fjallað um jafn viðkvæmt mál og hér er um að ræða og varðar eigendurna sjálfa," segir White. Að sögn White verður lögbannið á Fréttablaðið tekið fyrir á stjórnarfundi Evrópusamtaka blaðamanna sem haldinn verður í Berlín á laugardag og sunnudag. „Við erum reiðubúin að bregðast frekar við þessu atviki ef Blaðamannafélag Íslands óskar eftir frekari aðstoð okkar í þessu máli, „ segir White. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Sjá meira
Alþjóðasamtök blaðamanna, IFJ, vöruðu í gær íslensk stjórnvöld við því að með því að setja lögbann á birtingu frétta í Fréttablaðinu og ráðast inn á ritstjórnarskrifstofu geti frelsi fjölmiðla á Íslandi verið stefnt í hættu. Formaður samtakanna, Aidan White, segir að yfirvöld séu á hálli braut með því að hafa afskipti af fréttastofu. „Af þessari aðgerð má ætla að verið sé að ógna blaðamönnum og gera tilraun til þess að koma í veg fyrir umfjöllun um mikilvægt þjóðfélagsleg málefni en það getur stofnað frelsi fjölmiðlanna í hættu," segir White. Í yfirlýsingu sem samtökin sendu frá sér í gær er skýrt frá helstu málavöxtum og sagt frá innrás fulltrúa sýslumanns á ristjórnarskrifstofu Fréttablaðsins sem krafðist þess að fréttaritstjóri léti af höndum gögn í málinu. Þá er sagt frá málarekstrinum á hendur Baugi og því sem fram kom í nýlegri umfjöllun Fréttablaðsins um aðdragandann að málinu, að lykilmenn í Sjálfstæðisflokknum væru tengdir aðdraganda málsins. „Þetta er mjög flókið mál sem krefst mjög faglegrar blaðamennsku," segir White. „Afskipti yfirvalda hjálpa ekki til. Blaðamenn verða að geta skrifað fréttir í friði," segir hann. Spurður hvort hann viti um fordæmi fyrir aðgerðum sem þessum af hálfu yfirvalda í hinum Vestræna heimi segir White: „Þetta er mjög óalgengt í allri Vestur-Evrópu, en kemur samt fyrir. Þetta er algengast þegar um er að ræða mál er varða öryggismál eða þegar verið er að fjalla um mál sem tengjast stjórnvöldum, eins og hér er um að ræða," segir White. Hann segir að samtökin líti á þetta atvik sem örvæntingu yfirvalda vegna þess sem blaðamenn eru að fjalla um. „Yfirvöld hafa fullan rétt á því að vera ósátt við það sem blaðamenn eru að skrifa um, en leiðin til að koma því á framfæri er að ræða málin. Það sem þau eiga ekki er að gera er að nota þessa tegund ógnunar, að ráðast inn á ristjórnarskrifstofur, sem leiðir ekki til bættra samskipta milli blaðamanna og yfirvalda, heldur þvert á móti," segir White. Spurður hvort aðgerðir yfirvalda á föstudag hafi beinlínis stefnt í hættu segir hann að hann vilji vera varkár í að dæma um það. „Ég er ekki viss um að frelsi fjölmiðla á Íslandi sé í raun í hættu eftir þetta vegna þess hve íslenskt lýðræði er rótgróið. Við viljum fyrst og fremst vara við hættunni sem getur skapast við svona aðgerðir yfirvalda og vara við þeim," segir White. Hann segir að samtökin hafi gefið út yfirlýsingu sína til þess að vekja athygli íslenskra yfirvalda á sjónarmiði þeirra hvað varðar þetta mál. „Mér finnst það nú til marks um frelsi fjölmiðlanna á Íslandi að fjölmiðill sem er í eigu Baugs geti fjallað um jafn viðkvæmt mál og hér er um að ræða og varðar eigendurna sjálfa," segir White. Að sögn White verður lögbannið á Fréttablaðið tekið fyrir á stjórnarfundi Evrópusamtaka blaðamanna sem haldinn verður í Berlín á laugardag og sunnudag. „Við erum reiðubúin að bregðast frekar við þessu atviki ef Blaðamannafélag Íslands óskar eftir frekari aðstoð okkar í þessu máli, „ segir White.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Sjá meira