Hamilton tryggði Detroit sigur í lokin 5. nóvember 2005 18:45 Rip Hamilton hefur farið á kostum með Detroit það sem af er tímabili NordicPhotos/GettyImages Tíu leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í gærkvöldi og þar bar hæst sigurkarfa Rip Hamilton á lokasekúndunni gegn Boston í æsispennandi leik sem sýndur var beint á NBA TV á Digital Ísland. Rip Hamilton hefur farið á kostum í fyrstu leikjum tímabilsins og í gærkvöldi skoraði hann sigurkörfu Detroit í 82-81 sigri á Boston, um leið og lokaflautan gall. Hamilton hafði aðeins 0,8 sekúndur til að koma skotinu á körfuna og það tókst, en leikmenn Boston héldu að þeir hefðu tryggt sér sigurinn með skoti Mark Blount skömmu áður. Hamilton var stigahæstur í liði Detroit með 26 stig, en Paul Pierce skoraði 28 fyrir Boston. Memphis lagði Orlando á útivelli 94-85 þar sem Eddie Jones skoraði 25 stig og fimm þriggja stiga körfur, en Steve Francis skoraði 22 stig fyrir Orlando. Philadelphia tapaði þriðja leik sínum í röð þegar liðið steinlá fyrir lágt skrifuðu liði Charlotte á heimavelli 110-93. Áhorfendur bauluðu á lið Philadelphia, sem hefur byrjað skelfilega á leiktíðinni. Emeka Okafor skoraði 24 stig og hirti 11 fráköst fyrir Charlotte, en Allen Iverson skoraði 29 stig fyrir Philadelphia. New Jersey lagði Toronto 102-92. Richard Jefferson skoraði 35 stig og hirti 11 fráköst fyrir New Jersey, en Jose Calderon og Morris Peterson skoruðu 20 hvor fyrir Kanadaliðið. New York tapaði fyrsta heimaleiknum sínum þegar liðið lá gegn Washington 86-75. Gilbert Arenas skoraði 27 stig fyrir Washington en Stephon Marbury skoraði 19 fyrir New York, sem er án sigurs eftir tvo leiki. Meistarar San Antonio tóku Cleveland í kennslustund á heimavelli sínum 102-76 og sýndu liði Cleveland að það á enn langt í land með að blanda sér í baráttu þeirra bestu. Sigur meistaranna var fádæma öruggur og aldrei í hættu í síðari hálfleik. Tim Duncan skoraði 21 stig og hirti 10 fráköstu fyrir San Antonio, en LeBron James skoraði 20 fyrir Cleveland. Denver lék aftur undir stjórn þjálfara síns George Karl, sem hafði verið í leikbanni í fyrstu tveimur leikjum vetrarins og var allt annað að sjá til liðsins. Denver vann sinn fyrsta sigur með því að bursta lánlaust lið Portland 107-68. Marcus Camby skoraði 23 stig og hirti 17 fráköst fyrir Denver og Voshon Lenard skoraði 17 stig, hirti 10 fráköst og átti 8 stoðsendingar, en Darius Miles skoraði 13 fyrir Portland. Utah Jazz vann góðan útisigur á Golden State Warriors 91-85, en Golden State lék án Baron Davis sem var meiddur og það kann ekki góðri lukku að stýra fyrir lið Golden State, sem var heillum horfið í leik sem var sýndur á NBA TV. Mehmet Okur var aftur stigahæstur í liði Utah með 23 stig, þar af 19 í síðari hálfleik og hirti 14 fráköst. LA Clippers unnu auðveldan sigur á Atlanta Hawks 92-77. Cuttino Mobley skoraði 19 stig fyrir Clippers, en Salim Stoudemire skoraði 15 stig fyrir Atlanta. Að lokum vann Seattle sigur á Minnesota 107-102. Ray Allen skoraði 32 stig fyrir Seattle, en Kevin Garnett skoraði 23 stig, gaf 9 stoðsendingar og hirti 7 fráköst fyrir Minnesota. Erlendar Game Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Í beinni: Afturelding - ÍBV | Mosfellingar stefna aftur í úrslit Í beinni: Valur - Þór Ak. | Valsarar geta hleypt öllu í háaloft Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Verstappen á ráspólnum í Japan Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Sjá meira
Tíu leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í gærkvöldi og þar bar hæst sigurkarfa Rip Hamilton á lokasekúndunni gegn Boston í æsispennandi leik sem sýndur var beint á NBA TV á Digital Ísland. Rip Hamilton hefur farið á kostum í fyrstu leikjum tímabilsins og í gærkvöldi skoraði hann sigurkörfu Detroit í 82-81 sigri á Boston, um leið og lokaflautan gall. Hamilton hafði aðeins 0,8 sekúndur til að koma skotinu á körfuna og það tókst, en leikmenn Boston héldu að þeir hefðu tryggt sér sigurinn með skoti Mark Blount skömmu áður. Hamilton var stigahæstur í liði Detroit með 26 stig, en Paul Pierce skoraði 28 fyrir Boston. Memphis lagði Orlando á útivelli 94-85 þar sem Eddie Jones skoraði 25 stig og fimm þriggja stiga körfur, en Steve Francis skoraði 22 stig fyrir Orlando. Philadelphia tapaði þriðja leik sínum í röð þegar liðið steinlá fyrir lágt skrifuðu liði Charlotte á heimavelli 110-93. Áhorfendur bauluðu á lið Philadelphia, sem hefur byrjað skelfilega á leiktíðinni. Emeka Okafor skoraði 24 stig og hirti 11 fráköst fyrir Charlotte, en Allen Iverson skoraði 29 stig fyrir Philadelphia. New Jersey lagði Toronto 102-92. Richard Jefferson skoraði 35 stig og hirti 11 fráköst fyrir New Jersey, en Jose Calderon og Morris Peterson skoruðu 20 hvor fyrir Kanadaliðið. New York tapaði fyrsta heimaleiknum sínum þegar liðið lá gegn Washington 86-75. Gilbert Arenas skoraði 27 stig fyrir Washington en Stephon Marbury skoraði 19 fyrir New York, sem er án sigurs eftir tvo leiki. Meistarar San Antonio tóku Cleveland í kennslustund á heimavelli sínum 102-76 og sýndu liði Cleveland að það á enn langt í land með að blanda sér í baráttu þeirra bestu. Sigur meistaranna var fádæma öruggur og aldrei í hættu í síðari hálfleik. Tim Duncan skoraði 21 stig og hirti 10 fráköstu fyrir San Antonio, en LeBron James skoraði 20 fyrir Cleveland. Denver lék aftur undir stjórn þjálfara síns George Karl, sem hafði verið í leikbanni í fyrstu tveimur leikjum vetrarins og var allt annað að sjá til liðsins. Denver vann sinn fyrsta sigur með því að bursta lánlaust lið Portland 107-68. Marcus Camby skoraði 23 stig og hirti 17 fráköst fyrir Denver og Voshon Lenard skoraði 17 stig, hirti 10 fráköst og átti 8 stoðsendingar, en Darius Miles skoraði 13 fyrir Portland. Utah Jazz vann góðan útisigur á Golden State Warriors 91-85, en Golden State lék án Baron Davis sem var meiddur og það kann ekki góðri lukku að stýra fyrir lið Golden State, sem var heillum horfið í leik sem var sýndur á NBA TV. Mehmet Okur var aftur stigahæstur í liði Utah með 23 stig, þar af 19 í síðari hálfleik og hirti 14 fráköst. LA Clippers unnu auðveldan sigur á Atlanta Hawks 92-77. Cuttino Mobley skoraði 19 stig fyrir Clippers, en Salim Stoudemire skoraði 15 stig fyrir Atlanta. Að lokum vann Seattle sigur á Minnesota 107-102. Ray Allen skoraði 32 stig fyrir Seattle, en Kevin Garnett skoraði 23 stig, gaf 9 stoðsendingar og hirti 7 fráköst fyrir Minnesota.
Erlendar Game Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Í beinni: Afturelding - ÍBV | Mosfellingar stefna aftur í úrslit Í beinni: Valur - Þór Ak. | Valsarar geta hleypt öllu í háaloft Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Verstappen á ráspólnum í Japan Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Sjá meira