Allt kapp lagt á að bjarga kjarasamningum 14. nóvember 2005 20:01 Allt kapp er nú lagt á að bjarga kjarasamningum á vinnumarkaði áður en ögurstund rennur upp á morgun. Fulltrúar Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins stefna á kvöldfund og ríkisstjórnin er tilbúin að funda með aðilum. Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins í svokallaðri forsendunefnd mættu upp úr hádegi í höfuðstöðvar Alþýðusambands Íslands til fundar við fulltrúa ASÍ í nefndinni. Þar sem verðbólga síðustu tólf mánaða fór fram úr forsendum kjarasamninga er það þessara manna að ná saman um niðurstöðu sem sættir verkalýðshreyfinguna eigi síðar en á morgun. Að öðrum kosti vofir yfir uppsögn kjarasamninga. Fjórmenningarnir gerðu um tveggja stunda hlé nú síðdegis en komu svo á ný saman nú undir kvöld og fengust þær einu fréttir að það væri verið að funda. Það er ljóst að málið leysist ekki án aðkomu ríkisvaldsins. Aðilar hafa þó ekki fundað með ráðherrum í dag. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin hafi lýst því yfir að hún sé tilbúin að koma að málinu ef aðilar vinnumarkaðarins nái saman. Beðið sé eftir því og hann viti af því að í gangi séu mjög alvarlegar viðræður. Menn hafi verið sæmilega bjartsýnir um það að það náist jákvæð niðurstaða og það sé alveg ljóst að allir hafi lagt mikið á sig til þess. Búist er við að meginaðkoma ríkisvaldsins mun i felast í hækkun á atvinnuleysisbótum, en einnig leggur verkalýðshreyfingin áherslu á þrjú önnur mál gagnvart stjórnvöldum: að fá lög um starfsmannaleigur, aukna fjármuni til starfsmenntunar og að ríkið létti undir lífeyrissjóðum hvað varða örorkubætur. Fortsætisráðherra býst við að funda með aðilum á morgun. Hann segist aðspurður vera bjartsýnn og hann geri sér grein fyrir að það sé mjög mikilvægt að það náist jákvæð niðurstaða og það sé eins með þá sem standi í viðræðunum. Hann hafi trú á því að forsendunefndin leysi málið. Fréttir Innlent Kjaramál Stj.mál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Sjá meira
Allt kapp er nú lagt á að bjarga kjarasamningum á vinnumarkaði áður en ögurstund rennur upp á morgun. Fulltrúar Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins stefna á kvöldfund og ríkisstjórnin er tilbúin að funda með aðilum. Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins í svokallaðri forsendunefnd mættu upp úr hádegi í höfuðstöðvar Alþýðusambands Íslands til fundar við fulltrúa ASÍ í nefndinni. Þar sem verðbólga síðustu tólf mánaða fór fram úr forsendum kjarasamninga er það þessara manna að ná saman um niðurstöðu sem sættir verkalýðshreyfinguna eigi síðar en á morgun. Að öðrum kosti vofir yfir uppsögn kjarasamninga. Fjórmenningarnir gerðu um tveggja stunda hlé nú síðdegis en komu svo á ný saman nú undir kvöld og fengust þær einu fréttir að það væri verið að funda. Það er ljóst að málið leysist ekki án aðkomu ríkisvaldsins. Aðilar hafa þó ekki fundað með ráðherrum í dag. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin hafi lýst því yfir að hún sé tilbúin að koma að málinu ef aðilar vinnumarkaðarins nái saman. Beðið sé eftir því og hann viti af því að í gangi séu mjög alvarlegar viðræður. Menn hafi verið sæmilega bjartsýnir um það að það náist jákvæð niðurstaða og það sé alveg ljóst að allir hafi lagt mikið á sig til þess. Búist er við að meginaðkoma ríkisvaldsins mun i felast í hækkun á atvinnuleysisbótum, en einnig leggur verkalýðshreyfingin áherslu á þrjú önnur mál gagnvart stjórnvöldum: að fá lög um starfsmannaleigur, aukna fjármuni til starfsmenntunar og að ríkið létti undir lífeyrissjóðum hvað varða örorkubætur. Fortsætisráðherra býst við að funda með aðilum á morgun. Hann segist aðspurður vera bjartsýnn og hann geri sér grein fyrir að það sé mjög mikilvægt að það náist jákvæð niðurstaða og það sé eins með þá sem standi í viðræðunum. Hann hafi trú á því að forsendunefndin leysi málið.
Fréttir Innlent Kjaramál Stj.mál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Sjá meira