Kjaramál

Fréttamynd

Hug­leiðingar um virðismat kennara

Nú er sagt að virðismeta eigi störf kennara. Ritara þykir það áhugavert þegar störf eru virðismetinn og fylgdist þess vegna vel með þegar helstu sérfræðingar þessa lands, þ.e. kjararáð, virðismátu störf ýmissa stétta.

Skoðun
Fréttamynd

Ræstitækni ehf.: Fríríki at­vinnu­rekandans

Mikið er rætt í íslensku samfélagi um réttindi kvenna “inngildingu” fólks af erlendum uppruna. Meðferð ræstingafyrirtækisins Ræstitækni ehf. á trúnaðarmanninum Andreinu Edwards Quero sýnir hins vegar hversu langt er í land þegar kemur að stöðu innflytjendakvenna í láglaunastörfum á íslenskum vinnumarkaði.

Skoðun
Fréttamynd

„Við hvetjum nem­endur til halda sínu striki“

Verkfallsaðgerðir hefjast að minnsta kosti í ríflega þrjátíu skólum á landinu á næstu vikum takist ekki að semja við kennara. Nemendur í Borgarholtsskóla eru áhyggjufullir og óttast tafir á námi. Aðstoðarskólastjóri segir alltaf hættu á brottfalli dragist verkfall á langinn.

Innlent
Fréttamynd

Verk­föll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitar­fé­laga

Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga fundaði nú fyrir hádegi með ríkissáttasemjara. Formaður samninganefndarinnar segir yfirvofandi verkföll ekki liðka fyrir samningsvilja en væntir þess að funda með samninganefnd Kennarasambandsins í vikunni sem kemur.

Innlent
Fréttamynd

Sér samninginn endur­tekið í hyllingum

Boðuð hafa verið verkföll í leik- og grunnskólum vegna kjaradeilu kennara, ríkis og sveitarfélaga. Formaður Kennarasambands Íslands vonar að ný verkfallsboðun setji aukinn þrýsting á samningsaðila. Hann er bjartsýnn á að samið verði fyrr en síðar.

Innlent
Fréttamynd

„Þurfum að þora að labba yfir brúna saman“

Formaður Kennarasambandsins segir sömu kröfur uppi í öllum kjaraviðræðum kennara. Verið sé að horfa á hvernig nýtt virðismat á kennarastarfinu geti skilað því að sérfræðingar í opinbera geiranum séu á sömu launum og á almenna markaðnum. Góðir áfangar hafi náðst en nú þurfi aðilar að þora að fara yfir brúna saman.

Innlent
Fréttamynd

Ég stend með kennurum

Menntamálaráðherra var sagður hafa látið þau orð falla að launagreiðendum bæri að koma betur til móts við kennara. Á Alþingi varð við þessar fréttir mikið írafár og spurði stjórnarandstaðan sameinuð hverju sú ósvífni sætti að ráðherra blandaði sér í kjaradeiluna.

Skoðun
Fréttamynd

Fundað um af­markaðan þátt kjara­deilunnar

Framhaldsskólakennarar og ríkið hittast hjá ríkissáttasemjara í dag. Rætt verður um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar. Þá er fundur með samninganefnd grunnskóla-, leikskóla- og tónlistarkennurum á dagskrá eftir hádegi. 

Innlent
Fréttamynd

Kennarar funda með sátta­semjara á morgun

Samninganefnd Kennarasambands Íslands fundar hjá ríkissáttasemjara á morgun. Samninganefnd sveitarfélaga hefur ekki verið boðuð á sama fund. Formaður samningsnefndar sveitarfélaga segir enn eigi eftir að semja um nokkur atriði en vonar að samningar náist. 

Innlent
Fréttamynd

Dómur Fé­lags­dóms hafi engin á­hrif á framhaldsskóladeiluna

Guðjón Hreinn Hauksson, formaður Félags framhaldsskólakennara, segir ljóst að hver og einn framhaldsskóli sé vinnuveitandi kennara í skilningi laga um kjaradeilur. Því hafi nýlegur dómur Félagsdóms í máli Sambands íslenskra sveitarfélaga á hendur Kennarasambandi Íslands engin áhrif á fyrirhuguð verkföll framhaldsskólakennara.

Innlent
Fréttamynd

Framhaldsskólakennarar funda hjá sátta­semjara

Samninganefnd framhaldskólakennara mætti til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan ellefu í dag. Til stendur að ræða fyrst og fremst þau atriði er snúa að kjaraviðræðum framhaldskólakennara en í hópnum eru einnig aðrir fulltrúar Kennarasambands Íslands, þeirra á meðal Magnús Þór Jónsson formaður. Þá átti samninganefnd sveitarfélaga fund hjá ríkissáttasemjara í morgun em formaður nefndarinnar segir fátt nýtt að frétta úr viðræðum við grunn- og leikskólakennara.

Innlent
Fréttamynd

Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun

Samninganefndir ríkisins og framhaldsskólakennara funda á morgun hjá ríkissáttasemjara klukkan 11. Ekki hefur verið boðað til fundar hjá samninganefnd sveitarfélaga og grunn- og leikskóla frá því að slitnaði upp úr viðræðum í gær.

Innlent
Fréttamynd

Sex kennarar á landinu enn í verk­falli

Verkfallsaðgerðir kennara standa enn yfir þrátt fyrir ákvörðun Félagsdóms, sem komst að þeirri niðurstöðu á dögunum að aðgerðirnar væru að stærstum hluta ólögmætar.

Innlent
Fréttamynd

„Ég er bara pínu leiður“

Formaður Kennarasambands Íslands segist leiður yfir fundi dagsins með samninganefndum ríkis og sveitarfélaga. Deiluaðilar virðist hafa færst fjær hvor öðrum, en verkföllum víðast hvar um landið lauk í morgun, eftir að Félagsdómur dæmdi þau flest ólögmæt. 

Innlent
Fréttamynd

„Manni finnst að manni sé kippt út úr bar­áttunni“

Kennarar fundu margir hverjir blendnar tilfinningar þegar fréttir af ólögmæti verkfallsaðgerða í þréttan leikskólum og sjö grunnskólum bárust seint í gær. Félagsdómur sagði það byggt á þeim forsendum að aðgerðir næðu ekki til allra starfsmanna stéttarfélags hjá sama vinnuveitanda.

Innlent
Fréttamynd

Fundinum lokið án árangurs

Fundi kennara, sveitarfélaga og ríkis er lokið án árangurs. Ekki er búið að taka ákvörðun hvenær næsti fundur verði. Fundur í kjaradeilu framhaldsskóla hefur verið boðaður.

Innlent
Fréttamynd

Kennarar klæðast svörtu í dag

Samninganefndir kennara og ríkis og sveitarfélaga funda nú í Karphúsinu. Boðað hefur verið til samstöðufundar kennara við Alþingishúsið í kvöld. Leikskólakennari segist hafa fundið blendnar tilfinningar við að mæta aftur til vinnu í morgun. 

Innlent
Fréttamynd

Allir þurfi að vera í verk­falli á sama tíma

Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að dómur Felagsdóms, sem dæmdi kennaraverkföll í þrettán leikskólum og sjö grunnskólum ólögmæt, sé það sem þau höfðu vonast eftir.

Innlent
Fréttamynd

Við­fangs­efni dag­legs lífs

Kjör okkar og afkoma ráðast af mörgum þáttum sem oft tengjast með einum eða öðrum hætti. Það verður því alltaf að horfa til þeirra allra þegar rætt er um kaup og kjör, árangur í kjarabaráttu og möguleika á þeim vettvangi.

Skoðun