Þrír leikir fóru fram í þýska handboltanum í dag. Guðjón Valur Sigurðsson og félagar í Gummersbach unnu góðan sigur á Pfullingen 30-25, þar sem Guðjón Valur skoraði 7 mörk og Róbert Gunnarsson bætti við 6 mörkum.
Göppingen, lið Jaliesky Garcia, bar sigurorð af Delitzsch 37-26. Garcia kom ekki við sögu hjá Göppingen í leiknum, en hann er tábrotinn. Loks gerðu Hamburg og Flensburg jafntefli 27-27.
Gummersbach er í efsta sæti úrvalsdeildarinnar með 24 stig eftir 13 leiki, en Flensburg er í öðru sæti með 19 stig, en hefur raunar aðeins spilað 11 leiki.