Áttundi sigur Cleveland í röð 23. nóvember 2005 15:00 LeBron James og félagar í Cleveland vinna heimaleiki sína með meira en 20 stiga mun það sem af er tímabili og James fær oftar en ekki að hvíla sig í lokaleikhlutanum þegar úrslitin eru ráðin NordicPhotos/GettyImages Cleveland Cavaliers vann nokkuð átakalítinn sigur á Boston Celtics í NBA deildinni í nótt, þar sem LeBron James fór á kostum og Dallas Mavericks er einnig á sigurbraut og vann sjötta leikinn í röð. Cleveland vann Boston 115-93. LeBron James skoraði 36 stig annan leikinn í röð, en Ricky Davis skoraði 27 stig fyrir Boston. Sigur Cleveland var aldrei í hættu og hefur liðið unnið alla heimaleiki sína í vetur. Denver vann fjórða leik sinn í röð og nú gegn Washington 108-105. Gilbert Arenas skoraði 36 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Washington, en það var Marcus Camby sem tryggði sigur Denver með því að verja skot Arenas í lokin. Camby hefur leikið einstaklega vel undanfarið og í nótt var hann með 24 stig, 14 fráköst og varði 6 skot. Carmelo Anthony skoraði 28 stig og hirti 11 fráköst hjá Denver. Portland vann nokkuð óvæntan útisigur á Memphis 95-87. Darius Miles skoraði 22 stig fyrir Portland, en Shane Battier var með 21 fyrir Memphis. Dallas vann granna sína í Houston 102-93 og þar með sjötta leik sinn í röð. Dirk Nowitzki skoraði 31 stig fyrir Dallas, en nýliðinn Luther Head skoraði 28 stig og hirti 7 fráköst fyrir Houston, sem er heillum horfið án Tracy McGrady sem er meiddur og hefur tapað 8 af 11 fyrstu leikjum sínum. Phoenix átti fullt í fangið með Toronto á heimavelli, en náði að kreista út sigur 90-82. Shawn Marion skoraði 28 stig og hirti 18 fráköst fyrir Phoenix, en Chris Bosh var með 23 stig og 8 fráköst fyrir Toronto. Loks vann vængbrotið lið Utah Jazz annan leik sinn á tveimur dögum þegar það stöðvaði þriggja leikja sigurgöngu Seattle á útivelli 93-87. Mehmet Okur skoraði 24 stig og hirti 9 fráköst fyrir Utah, en Rashard Lewis skoraði 24 stig og hirti 8 fráköst fyrir Seattle. Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira
Cleveland Cavaliers vann nokkuð átakalítinn sigur á Boston Celtics í NBA deildinni í nótt, þar sem LeBron James fór á kostum og Dallas Mavericks er einnig á sigurbraut og vann sjötta leikinn í röð. Cleveland vann Boston 115-93. LeBron James skoraði 36 stig annan leikinn í röð, en Ricky Davis skoraði 27 stig fyrir Boston. Sigur Cleveland var aldrei í hættu og hefur liðið unnið alla heimaleiki sína í vetur. Denver vann fjórða leik sinn í röð og nú gegn Washington 108-105. Gilbert Arenas skoraði 36 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Washington, en það var Marcus Camby sem tryggði sigur Denver með því að verja skot Arenas í lokin. Camby hefur leikið einstaklega vel undanfarið og í nótt var hann með 24 stig, 14 fráköst og varði 6 skot. Carmelo Anthony skoraði 28 stig og hirti 11 fráköst hjá Denver. Portland vann nokkuð óvæntan útisigur á Memphis 95-87. Darius Miles skoraði 22 stig fyrir Portland, en Shane Battier var með 21 fyrir Memphis. Dallas vann granna sína í Houston 102-93 og þar með sjötta leik sinn í röð. Dirk Nowitzki skoraði 31 stig fyrir Dallas, en nýliðinn Luther Head skoraði 28 stig og hirti 7 fráköst fyrir Houston, sem er heillum horfið án Tracy McGrady sem er meiddur og hefur tapað 8 af 11 fyrstu leikjum sínum. Phoenix átti fullt í fangið með Toronto á heimavelli, en náði að kreista út sigur 90-82. Shawn Marion skoraði 28 stig og hirti 18 fráköst fyrir Phoenix, en Chris Bosh var með 23 stig og 8 fráköst fyrir Toronto. Loks vann vængbrotið lið Utah Jazz annan leik sinn á tveimur dögum þegar það stöðvaði þriggja leikja sigurgöngu Seattle á útivelli 93-87. Mehmet Okur skoraði 24 stig og hirti 9 fráköst fyrir Utah, en Rashard Lewis skoraði 24 stig og hirti 8 fráköst fyrir Seattle.
Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira