Íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann góðan sigur á Sviss 25-22 í undankeppni EM á Ítalíu í kvöld. Hanna Stefánsdóttir var markahæst með 6 mörk og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Jóna Margrét Ragnarsdóttir skoruðu 4 hvor. Íslenska liðið hefur unnið tvo af þremur leikjum sínum í riðlinum og mæta Tyrkjum á morgun.