Alþjóða- og fjárfestingasvið Íslandsbanka áformar að opna skrifstofu í Shanghai, Kína á næsta ári. Skrifstofan mun auðvelda bankanum að þjónusta viðskiptavini Íslandsbanka í Kína og Asíu. Bjarni Ármannsonn, forstjóri Íslandsbanka, segist segir æ fleiri Norsk og Íslensk fyrir þegar komin með eða hafa í hyggju að koma á starfsemi í Kína og Asíu. Íslandsbanki er fyrst íslenskra fjármálafyrirtækja til að koma á fót skrifstofu í Asíu.
Meginhlutverk nýrrar skrifstofu verður að þróa viðskiptasambönd við viðskiptavini okkar í Kína, með áherslu á matvælamarkaðinn, endurnýtanlega orku og skipaiðnaðinn. Þetta eru þær atvinnugreinar sem Íslandsbanki leggur megináherslu á á alþjóðlegum mörkuðum. Eins er mikilvægt að styðja við viðskiptavini okkar sem eru að sækja á nýja markaði, sagði Magnús Bjarnason, framkvæmdastjóri, sem leiðir starf Íslandsbanka í Asíu og Ameríku.
