Eþíópíski herinn við landamæri Sómalíu 18. júní 2006 06:45 Eþíópískir hermenn Embættismenn í Eþíópíu hafa staðfest að hermenn þeirra séu við landamæri Sómalíu. MYND/Nordicphotos/afp Sheikh Sharif Sheikh Ahmed, stjórnarmaður Íslömsku dómstólanna, samtaka íslamista í Sómalíu, segir að Eþíópíski herinn hafi farið yfir landamæri Eþíópíu og inn í Sómalíu klukkan átta í gærmorgun. Háttsettur ráðgjafi forseta Eþíópíu, Bereket Simon, hefur neitað þessu, en staðfesti þó að herinn væri við landamæri þjóðanna. Hann minnti á að Eþíópía hefur fullan rétt til að gæta landamæra sinna, en tjáði sig ekki að öðru leyti. Eþíópíski herinn hefur áður gripið inn í gang mála í Sómalíu í því skyni að hægja á sigurgöngu íslamista og gegndi lykilhlutverki í myndun bráðabirgðastjórnar 2004. Abdullahi Yusuf, núverandi forseti Sómalíu og fyrrverandi stríðsherra, var þá studdur til valda af Eþíópíumönnum og þykir líklegt að aukinn viðbúnaður Eþíópíu vegna Sómalíu sé til þess að verja bráðabirgðastjórnina fyrir íslamistum, en stjórnin hefur aðsetur í Baidoa. Sharif Sheikh Ahmed aftekur að íslamistar hafi í hyggju að ráðast á Baidoa, en bætti við að ef almenningur bæði um inngrip íslamista, myndu þeir svara kallinu. Öll spjót standa nú á íslamistum, en velgengni þeirra kemur illa við Bandaríkja- og Eþíópíumenn og hina valdalausu bráðabirgðastjórn Sómalíu. Hins vegar hefur vænkast hagur nokkurra stríðsherra sem hafa fengið aukin fjárframlög frá Bandaríkjunum vegna velgengni íslamista, en Bandaríkjamenn telja íslamista líklega til að vera hlynntir al-Kaída. Tveir stríðsherranna eru þó sagðir hafa flúið land um helgina og með því dregið mátt úr bandalagi stríðsherranna, en þetta bakslag þeirra gæti skýrt afskipti Eþíópíumanna að einhverju leyti. Íslamistarnir vilja koma á sjaríalögum kóransins, en afneita tengslum við al-Kaída. Þeir segjast eingöngu hafa áhuga á að koma á stöðugleika í landinu, en upplausnarástand hefur verið í Sómalíu síðan 1991. Íslamistarnir þykja vel skipulagðir og hafa lagt undir sig hverja borgina á fætur annarri, oftast við fögnuð almennings. Þeir segja núverandi ríkisstjórn ólögmæta, en því eru Sameinuðu þjóðirnar, Bandaríkin, Evrópusambandið og nágrannaríki Sómalíu ekki sammála. Erlent Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sjá meira
Sheikh Sharif Sheikh Ahmed, stjórnarmaður Íslömsku dómstólanna, samtaka íslamista í Sómalíu, segir að Eþíópíski herinn hafi farið yfir landamæri Eþíópíu og inn í Sómalíu klukkan átta í gærmorgun. Háttsettur ráðgjafi forseta Eþíópíu, Bereket Simon, hefur neitað þessu, en staðfesti þó að herinn væri við landamæri þjóðanna. Hann minnti á að Eþíópía hefur fullan rétt til að gæta landamæra sinna, en tjáði sig ekki að öðru leyti. Eþíópíski herinn hefur áður gripið inn í gang mála í Sómalíu í því skyni að hægja á sigurgöngu íslamista og gegndi lykilhlutverki í myndun bráðabirgðastjórnar 2004. Abdullahi Yusuf, núverandi forseti Sómalíu og fyrrverandi stríðsherra, var þá studdur til valda af Eþíópíumönnum og þykir líklegt að aukinn viðbúnaður Eþíópíu vegna Sómalíu sé til þess að verja bráðabirgðastjórnina fyrir íslamistum, en stjórnin hefur aðsetur í Baidoa. Sharif Sheikh Ahmed aftekur að íslamistar hafi í hyggju að ráðast á Baidoa, en bætti við að ef almenningur bæði um inngrip íslamista, myndu þeir svara kallinu. Öll spjót standa nú á íslamistum, en velgengni þeirra kemur illa við Bandaríkja- og Eþíópíumenn og hina valdalausu bráðabirgðastjórn Sómalíu. Hins vegar hefur vænkast hagur nokkurra stríðsherra sem hafa fengið aukin fjárframlög frá Bandaríkjunum vegna velgengni íslamista, en Bandaríkjamenn telja íslamista líklega til að vera hlynntir al-Kaída. Tveir stríðsherranna eru þó sagðir hafa flúið land um helgina og með því dregið mátt úr bandalagi stríðsherranna, en þetta bakslag þeirra gæti skýrt afskipti Eþíópíumanna að einhverju leyti. Íslamistarnir vilja koma á sjaríalögum kóransins, en afneita tengslum við al-Kaída. Þeir segjast eingöngu hafa áhuga á að koma á stöðugleika í landinu, en upplausnarástand hefur verið í Sómalíu síðan 1991. Íslamistarnir þykja vel skipulagðir og hafa lagt undir sig hverja borgina á fætur annarri, oftast við fögnuð almennings. Þeir segja núverandi ríkisstjórn ólögmæta, en því eru Sameinuðu þjóðirnar, Bandaríkin, Evrópusambandið og nágrannaríki Sómalíu ekki sammála.
Erlent Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila