Góður skóli – jöfn tækifæri 20. ágúst 2006 14:06 Skólar landsins taka flestir til starfa á næstu dögum. Eins og gengur er tilhlökkunin mismikil hjá krökkunum en mest er spennan örugglega hjá þeim sem eru að koma í fyrsta sinn í skólann. Öll eigum við minningar frá fyrstu skóladögunum okkar. Framandi umhverfi, ókunnugir krakkar og kennarinn, ókunnug fullorðin manneskja sem allt í einu var orðin hluti af lífinu manns. Ég varð fyrir því óláni að besta vinkona mín, sem var árinu eldri en ég, hóf skólagöngu sína með hinum sex ára börnunum á Siglufirði. Ég gat engan veginn sætt mig við það óréttlæti að fimm ára mættu ekki fara í skóla og til að losna við tuðið í mér ákváðu foreldrar mínir að senda mig í tónlistarskólann. Ég var himinlifandi, þangað til mér var sagt að fyrst þyrfti að innrita mig. Einhverra hluta vegna hélt ég að innrita hlyti að vera það sama og að hárreita, en það var eitt það versta óþokkabragð sem ég þekkti. Eftir því sem innritunardagurinn færðist nær, því áhyggjufyllri varð ég en um leið ákveðnari í því að láta þetta ekki yfir ganga þegjandi og hljóðalaust. Ég lofaði sjálfum mér að þegar skólastjórinn myndi byrja á að hárreita mig, þá myndi ég bíta karlinn - fast. Ég mætti með mömmu sem kynnti mig fyrir skólastjóranum, vinalegum manni með rólyndislegt yfirbragð. Ég stífnaði allur upp þegar hann lagði höndina á kollinn á mér og sagði; velkominn Illugi minn. Ég er ekki viss um að ég hefði fengið inngöngu í Tónlistarskóla Siglufjarðar ef ég hefði ákveðið að vera fyrri til og bitið manninn þegar hann klappaði mér svo góðlega á kollinn. Sennilega hefði mér ekki verðið hleypt í nokkurn skóla næstu árin. Mikilvægasta skólastigiðGríðarlega mikið er undir því komið að það takist að nýta vel tíma grunnskólabarnanna, allt frá fyrsta degi. Það þarf ekki að fjölyrða um hversu menntun barnanna skiptir miklu máli. Á undanförnum árum hafa Íslendingar komist í hóp þeirra þjóða þar sem lífsgæði eru mest. Það er mikið afrek að komast úr því að vera ein fátækasta þjóðin og í það að verða ein sú ríkasta. En til þess að halda þessari stöðu og til þess að gera enn betur þurfum við að halda áfram að bæta menntakerfið okkar. Grunnskólinn er hvað mikilvægastur því þar er lagður sá grunnur sem allt hitt byggir á. Það verður að játast að það eru vonbrigði að grunnskólarnir á Íslandi skuli ekki koma betur út úr alþóðlegum samanburði en raun ber vitni. Besti grunnskólinnHáskóli Íslands hefur sett sér það markmið að komast í hóp 100 bestu háskóla heims. Það er metnaðarfullt markmið og gott í sjálfu sér en ég er ekki viss um að HÍ geti náð því. Háskóla- og vísindasamfélag heimsins er margbrotið og flókið og margt sem þarf að breytast í HÍ til að þetta markmið geti orðið annað en metnaðarfullt viðmið. En við eigum að spyrja okkur: Hví skyldum við ekki setja okkur það markmið að íslenski grunnskólinn verði sá besti í heimi. Hvað kemur í veg fyrir að svo sé? Við eigum nefnilega alveg möguleika á að gera það. Við höfum efnahagslega getu til þess og íslensk börn eru jafn vel gefin og önnur börn í öðrum löndum. Það er auðvitað margt sem við þurfum að laga til að hægt sé að ná þessu markmiði. Við þurfum meðal annars að auka virðinguna fyrir starfi kennara, bæta menntun þeirra, lengja hana og dýpka. Við þurfum líka að auka fjölbreytni og samkeppni til þess að laða fram það besta í skólastarfinu og mörg önnur verkefni bíða. En það eru engar óyfirstíganlegar hindranir á veginum. Við eigum að hugsa stórt, stefna hátt og gera miklar kröfur um árangur. Menntun skapar jöfnuðÞað samfélag sem hefur þróast hér á landi undanfarinn áratug og hálfan er samfélag tækifæranna. Aukið frelsi á öllum sviðum mannlífsins hefur breytt svo þjóðlífinu að fá dæmi eru um svo snögg umskipti í sögu þjóðarinnar. Ein afleiðingin er sú að nú sjást launatölur sem hingað til hafa verið óþekktar hér á landi. Menntun skilar, á ákveðnum sviðum, mjög miklum afrakstri. Þar með eykst bilið á milli þeirra sem hafa há laun og þeirra sem hafa lág laun, undan því verður vart komist. Þetta veldur mörgum áhyggjum. En það versta sem við gætum gert er að reyna að hækka skattana á þeim sem hafa hærri laun, þar með minnkum við hvatann hjá öllum launþegum til að grípa tækifærin og skapa auð. Það besta sem við getum gert er að skapa þjóðfélag sem býður upp á jöfn tækifæri. Það gerum við fyrst og fremst með því að búa til afburðagott menntakerfi. Við eigum að stefna að því að krakkarnir sem nú hefja nám í grunnskóla útskrifist úr besta grunnskóla í heimi. Þannig búum við til þjóðfélag jafnra tækifæra og velmegunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Illugi Gunnarsson Skoðanir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun
Skólar landsins taka flestir til starfa á næstu dögum. Eins og gengur er tilhlökkunin mismikil hjá krökkunum en mest er spennan örugglega hjá þeim sem eru að koma í fyrsta sinn í skólann. Öll eigum við minningar frá fyrstu skóladögunum okkar. Framandi umhverfi, ókunnugir krakkar og kennarinn, ókunnug fullorðin manneskja sem allt í einu var orðin hluti af lífinu manns. Ég varð fyrir því óláni að besta vinkona mín, sem var árinu eldri en ég, hóf skólagöngu sína með hinum sex ára börnunum á Siglufirði. Ég gat engan veginn sætt mig við það óréttlæti að fimm ára mættu ekki fara í skóla og til að losna við tuðið í mér ákváðu foreldrar mínir að senda mig í tónlistarskólann. Ég var himinlifandi, þangað til mér var sagt að fyrst þyrfti að innrita mig. Einhverra hluta vegna hélt ég að innrita hlyti að vera það sama og að hárreita, en það var eitt það versta óþokkabragð sem ég þekkti. Eftir því sem innritunardagurinn færðist nær, því áhyggjufyllri varð ég en um leið ákveðnari í því að láta þetta ekki yfir ganga þegjandi og hljóðalaust. Ég lofaði sjálfum mér að þegar skólastjórinn myndi byrja á að hárreita mig, þá myndi ég bíta karlinn - fast. Ég mætti með mömmu sem kynnti mig fyrir skólastjóranum, vinalegum manni með rólyndislegt yfirbragð. Ég stífnaði allur upp þegar hann lagði höndina á kollinn á mér og sagði; velkominn Illugi minn. Ég er ekki viss um að ég hefði fengið inngöngu í Tónlistarskóla Siglufjarðar ef ég hefði ákveðið að vera fyrri til og bitið manninn þegar hann klappaði mér svo góðlega á kollinn. Sennilega hefði mér ekki verðið hleypt í nokkurn skóla næstu árin. Mikilvægasta skólastigiðGríðarlega mikið er undir því komið að það takist að nýta vel tíma grunnskólabarnanna, allt frá fyrsta degi. Það þarf ekki að fjölyrða um hversu menntun barnanna skiptir miklu máli. Á undanförnum árum hafa Íslendingar komist í hóp þeirra þjóða þar sem lífsgæði eru mest. Það er mikið afrek að komast úr því að vera ein fátækasta þjóðin og í það að verða ein sú ríkasta. En til þess að halda þessari stöðu og til þess að gera enn betur þurfum við að halda áfram að bæta menntakerfið okkar. Grunnskólinn er hvað mikilvægastur því þar er lagður sá grunnur sem allt hitt byggir á. Það verður að játast að það eru vonbrigði að grunnskólarnir á Íslandi skuli ekki koma betur út úr alþóðlegum samanburði en raun ber vitni. Besti grunnskólinnHáskóli Íslands hefur sett sér það markmið að komast í hóp 100 bestu háskóla heims. Það er metnaðarfullt markmið og gott í sjálfu sér en ég er ekki viss um að HÍ geti náð því. Háskóla- og vísindasamfélag heimsins er margbrotið og flókið og margt sem þarf að breytast í HÍ til að þetta markmið geti orðið annað en metnaðarfullt viðmið. En við eigum að spyrja okkur: Hví skyldum við ekki setja okkur það markmið að íslenski grunnskólinn verði sá besti í heimi. Hvað kemur í veg fyrir að svo sé? Við eigum nefnilega alveg möguleika á að gera það. Við höfum efnahagslega getu til þess og íslensk börn eru jafn vel gefin og önnur börn í öðrum löndum. Það er auðvitað margt sem við þurfum að laga til að hægt sé að ná þessu markmiði. Við þurfum meðal annars að auka virðinguna fyrir starfi kennara, bæta menntun þeirra, lengja hana og dýpka. Við þurfum líka að auka fjölbreytni og samkeppni til þess að laða fram það besta í skólastarfinu og mörg önnur verkefni bíða. En það eru engar óyfirstíganlegar hindranir á veginum. Við eigum að hugsa stórt, stefna hátt og gera miklar kröfur um árangur. Menntun skapar jöfnuðÞað samfélag sem hefur þróast hér á landi undanfarinn áratug og hálfan er samfélag tækifæranna. Aukið frelsi á öllum sviðum mannlífsins hefur breytt svo þjóðlífinu að fá dæmi eru um svo snögg umskipti í sögu þjóðarinnar. Ein afleiðingin er sú að nú sjást launatölur sem hingað til hafa verið óþekktar hér á landi. Menntun skilar, á ákveðnum sviðum, mjög miklum afrakstri. Þar með eykst bilið á milli þeirra sem hafa há laun og þeirra sem hafa lág laun, undan því verður vart komist. Þetta veldur mörgum áhyggjum. En það versta sem við gætum gert er að reyna að hækka skattana á þeim sem hafa hærri laun, þar með minnkum við hvatann hjá öllum launþegum til að grípa tækifærin og skapa auð. Það besta sem við getum gert er að skapa þjóðfélag sem býður upp á jöfn tækifæri. Það gerum við fyrst og fremst með því að búa til afburðagott menntakerfi. Við eigum að stefna að því að krakkarnir sem nú hefja nám í grunnskóla útskrifist úr besta grunnskóla í heimi. Þannig búum við til þjóðfélag jafnra tækifæra og velmegunar.