Alfreð Gíslason fer vel af stað með Gummersbach í þýska handboltanum. Gummersbach sigraði Eintracht Hildesheim 35:32 í gær þar sem Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 9 mörk og Róbert Gunnarsson 3 mörk. Sverre Jakobsson skoraði ekki í leiknum.
Einar Hólmgeirsson skoraði 3 mörk og Alexander Petersson eitt þegar Grosswallstadt og Kiel gerðu jafntefli, 26:26.
Íslendingaliðin Lubbecke og Wilhelmshaven mættust einnig í gær. Birkir Ívar Guðmundsson varði 6 skot og Þórir Ólafsson skoraði 2 mörk fyrir Lubbecke en Gylfi Gylfason skoraði hins vegar 5 mörk fyrir Wilhelmshaven sem vann leikinn 33:29.