Tvö töpuð stig hjá Breiðablik 28. ágúst 2006 14:00 Það var frítt í Kaplakrikann í gær og var engu líkara en leikmenn tækju það sem svo að þeir ættu ekki að bjóða áhorfendum upp á nokkurn skapaðan hlut. Fyrstu 20 mínútur leiksins eru hugsanlega einhverjar leiðinlegustu mínútur í sögu Landsbankadeildarinnar. Það gerðist nákvæmlega ekki neitt þessar mínútur og bestu tilþrifin átti Guðmundur Árni Stefánsson, sendiherra og fyrrum formaður knattspyrnudeildar FH, þegar hann sporðrenndi einni pylsu með öllu á listilegan hátt og var rétt rúma mínútu að verkinu. Vel að verki staðið hjá sendiherranum. Eins gaman og það var að fylgjast með honum var jafn sorglegt að fylgjast með úrvalsdeildarleikmönnum eiga í vandræðum með 3 metra sendingar. Þetta var í einu orði sagt grátlegt. Fyrsta skottilraun leiksins kom á 21. mínútu þegar Olgeir Sigurgeirsson skaut yfir FH-markið. Það kom eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar Blikar tóku forystuna sex mínútum fyrir hlé. Árni Kristinn átti þá góðan sprett upp hægri kantinn, hann renndi boltanum á Olgeir sem skoraði með laglegu innanfótarskoti. Þegar rúmur klukkutími var liðinn fengu Blikar tvö dauðafæri sem nýttust ekki og það átti eftir að koma í bakið á þeim. Eftir færin ákváðu Blikar einhverra hluta vegna að pakka í vörn. Furðuleg ákvörðun því þeir voru með leikinn í höndunum. FH byrjaði að stýra umferðinni en skapaði ekki neitt af viti og eina hættan kom úr langskotum. Undir lokin komu dauðakippir hjá FH. Tommy Nielsen fékk dauðafæri á 88. mínútu og jöfnunarmarkið lá í loftinu. Það kom í uppbótartíma þegar varamaðurinn Allan Dyring, sem hefur meira minnt á langhlaupara en knattspyrnumann í sumar, skallaði í netið eftir hornspyrnu. Blikar ætluðu allan tímann að liggja til baka og þeirra leikaðferð gekk nánast upp. Hjörvar var öruggur í markinu, Guðmann frábær í miðri vörninni og Olgeir drifkafturinn þar fyrir framan. Meiri trú vantaði á eigin getu og hefði hún verið til staðar hefðu Blikar stungið af með öll stigin í pokanum. FH-ingar voru mjög slakir í þessum leik en fá samt stig og það segir sitt um liðið. Það hefur mikil deyfð verið yfir FH síðustu vikur og leikmenn virðast hafa takmarkaðan áhuga á verkefninu. Vissulega getur verið erfitt að mótivera sig þar sem liðið er löngu búið að klára mótið en tvö stig í fimm leikjum er ekki sæmandi fyrir meistara. Þegar leikmenn nenna vart að tækla og fórna sér fyrir stigin þá fá stuðningsmennirnir ástæðu til að kvarta. Það er verk Ólafs þjálfara að fá menn aftur á tærnar fyrir leikinn gegn ÍBV. Við þennan leik verður ekki skilið án þess að minnast á frammistöðu Ólafs Ragnarssonar dómara sem dæmdi frábærlega fyrir utan atvik undir lokin er hann skorti kjark til að henda Dennis Siim af velli. Íþróttir Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Sjá meira
Það var frítt í Kaplakrikann í gær og var engu líkara en leikmenn tækju það sem svo að þeir ættu ekki að bjóða áhorfendum upp á nokkurn skapaðan hlut. Fyrstu 20 mínútur leiksins eru hugsanlega einhverjar leiðinlegustu mínútur í sögu Landsbankadeildarinnar. Það gerðist nákvæmlega ekki neitt þessar mínútur og bestu tilþrifin átti Guðmundur Árni Stefánsson, sendiherra og fyrrum formaður knattspyrnudeildar FH, þegar hann sporðrenndi einni pylsu með öllu á listilegan hátt og var rétt rúma mínútu að verkinu. Vel að verki staðið hjá sendiherranum. Eins gaman og það var að fylgjast með honum var jafn sorglegt að fylgjast með úrvalsdeildarleikmönnum eiga í vandræðum með 3 metra sendingar. Þetta var í einu orði sagt grátlegt. Fyrsta skottilraun leiksins kom á 21. mínútu þegar Olgeir Sigurgeirsson skaut yfir FH-markið. Það kom eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar Blikar tóku forystuna sex mínútum fyrir hlé. Árni Kristinn átti þá góðan sprett upp hægri kantinn, hann renndi boltanum á Olgeir sem skoraði með laglegu innanfótarskoti. Þegar rúmur klukkutími var liðinn fengu Blikar tvö dauðafæri sem nýttust ekki og það átti eftir að koma í bakið á þeim. Eftir færin ákváðu Blikar einhverra hluta vegna að pakka í vörn. Furðuleg ákvörðun því þeir voru með leikinn í höndunum. FH byrjaði að stýra umferðinni en skapaði ekki neitt af viti og eina hættan kom úr langskotum. Undir lokin komu dauðakippir hjá FH. Tommy Nielsen fékk dauðafæri á 88. mínútu og jöfnunarmarkið lá í loftinu. Það kom í uppbótartíma þegar varamaðurinn Allan Dyring, sem hefur meira minnt á langhlaupara en knattspyrnumann í sumar, skallaði í netið eftir hornspyrnu. Blikar ætluðu allan tímann að liggja til baka og þeirra leikaðferð gekk nánast upp. Hjörvar var öruggur í markinu, Guðmann frábær í miðri vörninni og Olgeir drifkafturinn þar fyrir framan. Meiri trú vantaði á eigin getu og hefði hún verið til staðar hefðu Blikar stungið af með öll stigin í pokanum. FH-ingar voru mjög slakir í þessum leik en fá samt stig og það segir sitt um liðið. Það hefur mikil deyfð verið yfir FH síðustu vikur og leikmenn virðast hafa takmarkaðan áhuga á verkefninu. Vissulega getur verið erfitt að mótivera sig þar sem liðið er löngu búið að klára mótið en tvö stig í fimm leikjum er ekki sæmandi fyrir meistara. Þegar leikmenn nenna vart að tækla og fórna sér fyrir stigin þá fá stuðningsmennirnir ástæðu til að kvarta. Það er verk Ólafs þjálfara að fá menn aftur á tærnar fyrir leikinn gegn ÍBV. Við þennan leik verður ekki skilið án þess að minnast á frammistöðu Ólafs Ragnarssonar dómara sem dæmdi frábærlega fyrir utan atvik undir lokin er hann skorti kjark til að henda Dennis Siim af velli.
Íþróttir Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Sjá meira