Risaslagur í úrslitum VISA-bikarsins 9. september 2006 11:45 Stórslagur framundan. Fyrirliðar liðanna, þær Katrín Jónsdóttir Val og Ólína G. Viðarsdóttir Breiðabliki, berjast um bikarinn. Það verður fróðlegt að sjá þessi hörkulið mætast. MYND/Heiða Í dag fer fram stórleikur í VISA-bikarkeppni kvenna í knattspyrnu þegar Valur og Breiðablik mætast á Laugardalsvelli. Það er óhætt að segja að þessi tvö lið séu risarnir í íslenskri kvennaknattspyrnu um þessar mundir, Breiðablik vann tvöfalt í fyrra og Valur bar höfuð og herðar yfir önnur lið í Landsbankadeild kvenna í sumar þar sem Breiðablik endaði í öðru sæti. Þetta er 26. úrslitaleikurinn í bikarkeppni kvenna og Valur og Breiðablik hafa bæði unnið bikarinn níu sinnum, oftast allra liða. Það má því búast við hörkuleik á Laugardalsvellinum í dag en leikurinn hefst kl. 16.30. Liðin mættust tvisvar í Landsbankadeildinni í sumar, Valur vann fyrri leikinn 4-1 á sínum heimavelli en Breiðablik náði fram hefndum í síðari leiknum í Kópavogi og sigraði 2-1. Margrét Lára Viðarsdóttir, sóknarmaður Vals, hefur verið mjög iðin við markaskorun í sumar og skoraði 34 mörk í 14 leikjum fyrir Val í Landsbankadeildinni, auk þess að hafa skorað 1 mark í VISA-bikarkeppninni til þessa, og ljóst er að Breiðabliksstúlkur þurfa að hafa góðar gætur á henni í dag. En markahæsti leikmaður Breiðabliks í sumar er hin fjölhæfa Erna B. Sigurðardóttir sem skorað hefur 17 mörk í 13 deildarleikjum í sumar en hún hefur einnig skorað eitt mark í VISA-bikarkeppninni. Bæði liðin mæta með sín sterkustu lið þar sem enginn leikmaður er í banni og allir heilir. Hart barist Dóra María Lárusdóttir, Val og Blikinn Greta Mjöll Samúelsdóttir eigast við í leik liðanna fyrr í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL "Markmiðið er auðvitað að vinna þennan leik og fá tvo bikara í hús. Það er alltaf svolítið sérstakt að spila bikarleiki," sagði Katrín Jónsdóttir, fyrirliði Vals. Katrín lék á sínum tíma en yfirgaf herbúðir þeirra árið 1999 þegar hún fluttist til Noregs. "Mér hefur alltaf fundist skrítið að mæta Breiðabliki og þar verður engin breyting á. En nú er það bara þessi leikur og allt annað verður lagt til hliðar," sagði Katrín. Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Vals, sagðist vera full tilhlökkunar fyrir leikinn. "Við spiluðum engan leik í síðustu umferð deildarinnar þannig að við hlökkum bara til að spila þennan leik og gera tilraun til að fagna öðrum titli," sagði Elísabet. Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, fyrirliði Breiðabliks, sagði að ekkert annað en sigur kæmi til greina í þessum leik. "Það er mikil spenna í okkar hóp. Við ætlum okkur að taka annan bikarinn. Bæði liðin hafa unnið eina innbyrðisviðureign þannig að þetta verður mjög spennandi," sagði Ólína. Guðmundur Magnússon, þjálfari Breiðabliks, hafði ekki áhyggjur af því að Evrópukeppnin myndi hafa einhver áhrif á sitt lið. "Við einblínum bara á þennan leik og svo er Evrópukeppnin næsta verkefni þar á eftir. Við horfum bara á þennan leik og það er bikar í boði og við ætlum okkur að vinna hann," sagði Guðmundur. Breiðablik fer utan á mánudaginn og leikur gegn Helsinki í Evrópukeppninni á þriðjudaginn. Stuðningsmenn Breiðabliks ætla að hittast við íþróttahúsið Smárann og gera sér glaðan dag en rútuferðir verða þaðan kl. 16.00. Valsmenn ætla hins vegar að hittast á hverfahátíð á Miklatúni í dag og vera með rútuferðir þaðan. Íþróttir Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Sjá meira
Í dag fer fram stórleikur í VISA-bikarkeppni kvenna í knattspyrnu þegar Valur og Breiðablik mætast á Laugardalsvelli. Það er óhætt að segja að þessi tvö lið séu risarnir í íslenskri kvennaknattspyrnu um þessar mundir, Breiðablik vann tvöfalt í fyrra og Valur bar höfuð og herðar yfir önnur lið í Landsbankadeild kvenna í sumar þar sem Breiðablik endaði í öðru sæti. Þetta er 26. úrslitaleikurinn í bikarkeppni kvenna og Valur og Breiðablik hafa bæði unnið bikarinn níu sinnum, oftast allra liða. Það má því búast við hörkuleik á Laugardalsvellinum í dag en leikurinn hefst kl. 16.30. Liðin mættust tvisvar í Landsbankadeildinni í sumar, Valur vann fyrri leikinn 4-1 á sínum heimavelli en Breiðablik náði fram hefndum í síðari leiknum í Kópavogi og sigraði 2-1. Margrét Lára Viðarsdóttir, sóknarmaður Vals, hefur verið mjög iðin við markaskorun í sumar og skoraði 34 mörk í 14 leikjum fyrir Val í Landsbankadeildinni, auk þess að hafa skorað 1 mark í VISA-bikarkeppninni til þessa, og ljóst er að Breiðabliksstúlkur þurfa að hafa góðar gætur á henni í dag. En markahæsti leikmaður Breiðabliks í sumar er hin fjölhæfa Erna B. Sigurðardóttir sem skorað hefur 17 mörk í 13 deildarleikjum í sumar en hún hefur einnig skorað eitt mark í VISA-bikarkeppninni. Bæði liðin mæta með sín sterkustu lið þar sem enginn leikmaður er í banni og allir heilir. Hart barist Dóra María Lárusdóttir, Val og Blikinn Greta Mjöll Samúelsdóttir eigast við í leik liðanna fyrr í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL "Markmiðið er auðvitað að vinna þennan leik og fá tvo bikara í hús. Það er alltaf svolítið sérstakt að spila bikarleiki," sagði Katrín Jónsdóttir, fyrirliði Vals. Katrín lék á sínum tíma en yfirgaf herbúðir þeirra árið 1999 þegar hún fluttist til Noregs. "Mér hefur alltaf fundist skrítið að mæta Breiðabliki og þar verður engin breyting á. En nú er það bara þessi leikur og allt annað verður lagt til hliðar," sagði Katrín. Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Vals, sagðist vera full tilhlökkunar fyrir leikinn. "Við spiluðum engan leik í síðustu umferð deildarinnar þannig að við hlökkum bara til að spila þennan leik og gera tilraun til að fagna öðrum titli," sagði Elísabet. Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, fyrirliði Breiðabliks, sagði að ekkert annað en sigur kæmi til greina í þessum leik. "Það er mikil spenna í okkar hóp. Við ætlum okkur að taka annan bikarinn. Bæði liðin hafa unnið eina innbyrðisviðureign þannig að þetta verður mjög spennandi," sagði Ólína. Guðmundur Magnússon, þjálfari Breiðabliks, hafði ekki áhyggjur af því að Evrópukeppnin myndi hafa einhver áhrif á sitt lið. "Við einblínum bara á þennan leik og svo er Evrópukeppnin næsta verkefni þar á eftir. Við horfum bara á þennan leik og það er bikar í boði og við ætlum okkur að vinna hann," sagði Guðmundur. Breiðablik fer utan á mánudaginn og leikur gegn Helsinki í Evrópukeppninni á þriðjudaginn. Stuðningsmenn Breiðabliks ætla að hittast við íþróttahúsið Smárann og gera sér glaðan dag en rútuferðir verða þaðan kl. 16.00. Valsmenn ætla hins vegar að hittast á hverfahátíð á Miklatúni í dag og vera með rútuferðir þaðan.
Íþróttir Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Sjá meira