Háskólarnir metnir af OECD 10. september 2006 06:00 Ég verð að játa að mér finnst sjaldan gaman á ráðstefnum. Alltof oft skal einhver leiðindapúki halda of langa eða of leiðinlega ræðu og verst er þegar það tvennt tvinnast saman í langdregin leiðindi. Maður óskar sjálfum sér út í hafsauga þegar verst lætur. En inn á milli koma ráðstefnur sem skipta verulega miklu máli og það sem meira er, þær eru skemmtilegar. Ég var á einni slíkri á föstudaginn var. Ráðstefnan fjallaði um skýrslu OECD um háskólastigið hér á Íslandi. Þetta er fyrsta skýrsla sinnar tegundar um háskólana okkar og þótt hún sé ekki einhver endanlegur stóridómur, þá er hún mjög mikilvægt innlegg í umræðuna um háskólana og háskólastigið almennt.Hátt í 20 þúsund í háskólanámiGreinilegt er að við höfum náð miklum árangri á undanförnum árum á háskólastiginu. Einn mælikvarði er til dæmis sá að nú stunda um sextán þúsund manns nám við íslenska háskóla og það er meira en tvöföldun á örfáum árum.Til viðbótar þessum fjölda eru á þriðja þúsund Íslendingar við nám í erlendum háskólum, flestir með tryggða framfærslu af LÍN. Við vorum áður sú Norðurlandaþjóð sem menntaði hlutfallslega fæsta á háskólastigi, nú erum við ásamt Finnum á toppnum. Það gefur auga leið hversu mikill styrkur það verður fyrir okkur í framtíðinni að svo stór hluti þjóðarinnar hljóti menntun og þjálfun á hæsta stigi.Sjálfstæði háskólannaÞað kemur fram hjá OECD að staða mála er nokkuð góð hjá okkur. En þótt margt hafi tekist vel þá er ýmislegt sem við þurfum að athuga. Þeir benda meðal annars á að hætta geti verið á því að í fámennu landi leiði mikið sjálfstæði háskóla og samkeppni á milli þeirra til þess að skammtímasjónarmið ráði meiru um för en heppilegt er.Þetta er athugunarefni því að á undanförnum árum hefur verið mikið lagt upp úr því að háskólarnir hafi fullt sjálfstæði til að þróa námsframboð sitt og ákveði sjálfir hvaða áherslur þeir vilji hafa í sínu starfi. Árangurinn hefur verið góður, námsframboðið hefur aukist og fleiri og fleiri finna nú nám við hæfi á háskólastiginu.En athugasemd OECD er athyglisverð og nauðsynlegt að íhuga vel hvernig við getum varðveitt drifkraftinn sem felst í sjálfstæðinu og samkeppninni og um leið gætt þess að háskólastarfið haldi áfram að þjóna samfélaginu þegar til langs tíma er litið. Og ekki má gleyma því að sjálfstæði háskóla er frumforsenda þess að þeir fái staðið undir nafni.Gæði háskólannaAnnað sem er nauðsynlegt að athuga er hvernig við mælum gæði háskólanna. Það er bent á að það skorti slíkar mælingar hér hjá okkur. Lögin um háskóla sem voru samþykkt nú í sumar taka reyndar vel á því vandamáli. OECD sá sérstaka ástæðu í nýlegri skýrslu um íslenska hagkerfið til að hvetja stjórnvöld til að hrinda þegar í stað þeim umbótum sem felast í nýju lögunum.Að mínu mati þarf að gæta að því að þegar gæðamati er komið á getur orðið tilhneiging í þá átt að miða allt skólastarfið við að fullnægja þeim kröfum sem þar eru settar fram. Gæðamatið getur farið að ráða um of starfinu í háskólunum og þróuninni innan þeirra - háskólafólk er fljótt að læra og það kann að taka próf. Þar með er komin á miðstýring sem við viljum forðast.Það er því mikilvægt að gæðamatið sé þannig úr garði gert að það sé nægjanlega sveigjanlegt til þess að hinir ólíku háskólar fái þrifist. Gæðastaðlar eru mikilvægir og í raun algerlega nauðsynlegir, en ég er þeirrar skoðunar að besti mælikvarðinn á gæði háskólanna sé að lokum markaðurinn. Atvinnulífið og hið opinbera mun gera greinarmun á þeim skólum sem útskrifa góða nemendur og hinum sem útskrifa lakari.Áframhaldandi vöxtur?Til þess að háskólarnir geti haldið áfram að eflast á næstu árum þá munu þeir þurfa meira fjármagn. Ríkisháskólarnir eru nú í vanda því þeir geta ekki innheimt skólagjöld og standa því óneitanlega verr að vígi en sjálfstætt reknu skólarnir.Á móti kemur reyndar að Háskóli Íslands fær til dæmis mjög stóran hlut af því rannsóknafé sem er í boði fyrir háskólana. OECD bendir á að ef hægist um í hagkerfinu megi gera ráð fyrir því að framlög ríkisins til háskólanna hætti að vaxa jafn hratt og verið hefur undanfarin ár. Þessi athugasemd OECD ýtir undir að við ræðum af yfirvegun og án upphrópana þá spurningu hvort heimila eigi ríkisháskólunum að taka upp skólagjöld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Illugi Gunnarsson Skoðanir Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ég verð að játa að mér finnst sjaldan gaman á ráðstefnum. Alltof oft skal einhver leiðindapúki halda of langa eða of leiðinlega ræðu og verst er þegar það tvennt tvinnast saman í langdregin leiðindi. Maður óskar sjálfum sér út í hafsauga þegar verst lætur. En inn á milli koma ráðstefnur sem skipta verulega miklu máli og það sem meira er, þær eru skemmtilegar. Ég var á einni slíkri á föstudaginn var. Ráðstefnan fjallaði um skýrslu OECD um háskólastigið hér á Íslandi. Þetta er fyrsta skýrsla sinnar tegundar um háskólana okkar og þótt hún sé ekki einhver endanlegur stóridómur, þá er hún mjög mikilvægt innlegg í umræðuna um háskólana og háskólastigið almennt.Hátt í 20 þúsund í háskólanámiGreinilegt er að við höfum náð miklum árangri á undanförnum árum á háskólastiginu. Einn mælikvarði er til dæmis sá að nú stunda um sextán þúsund manns nám við íslenska háskóla og það er meira en tvöföldun á örfáum árum.Til viðbótar þessum fjölda eru á þriðja þúsund Íslendingar við nám í erlendum háskólum, flestir með tryggða framfærslu af LÍN. Við vorum áður sú Norðurlandaþjóð sem menntaði hlutfallslega fæsta á háskólastigi, nú erum við ásamt Finnum á toppnum. Það gefur auga leið hversu mikill styrkur það verður fyrir okkur í framtíðinni að svo stór hluti þjóðarinnar hljóti menntun og þjálfun á hæsta stigi.Sjálfstæði háskólannaÞað kemur fram hjá OECD að staða mála er nokkuð góð hjá okkur. En þótt margt hafi tekist vel þá er ýmislegt sem við þurfum að athuga. Þeir benda meðal annars á að hætta geti verið á því að í fámennu landi leiði mikið sjálfstæði háskóla og samkeppni á milli þeirra til þess að skammtímasjónarmið ráði meiru um för en heppilegt er.Þetta er athugunarefni því að á undanförnum árum hefur verið mikið lagt upp úr því að háskólarnir hafi fullt sjálfstæði til að þróa námsframboð sitt og ákveði sjálfir hvaða áherslur þeir vilji hafa í sínu starfi. Árangurinn hefur verið góður, námsframboðið hefur aukist og fleiri og fleiri finna nú nám við hæfi á háskólastiginu.En athugasemd OECD er athyglisverð og nauðsynlegt að íhuga vel hvernig við getum varðveitt drifkraftinn sem felst í sjálfstæðinu og samkeppninni og um leið gætt þess að háskólastarfið haldi áfram að þjóna samfélaginu þegar til langs tíma er litið. Og ekki má gleyma því að sjálfstæði háskóla er frumforsenda þess að þeir fái staðið undir nafni.Gæði háskólannaAnnað sem er nauðsynlegt að athuga er hvernig við mælum gæði háskólanna. Það er bent á að það skorti slíkar mælingar hér hjá okkur. Lögin um háskóla sem voru samþykkt nú í sumar taka reyndar vel á því vandamáli. OECD sá sérstaka ástæðu í nýlegri skýrslu um íslenska hagkerfið til að hvetja stjórnvöld til að hrinda þegar í stað þeim umbótum sem felast í nýju lögunum.Að mínu mati þarf að gæta að því að þegar gæðamati er komið á getur orðið tilhneiging í þá átt að miða allt skólastarfið við að fullnægja þeim kröfum sem þar eru settar fram. Gæðamatið getur farið að ráða um of starfinu í háskólunum og þróuninni innan þeirra - háskólafólk er fljótt að læra og það kann að taka próf. Þar með er komin á miðstýring sem við viljum forðast.Það er því mikilvægt að gæðamatið sé þannig úr garði gert að það sé nægjanlega sveigjanlegt til þess að hinir ólíku háskólar fái þrifist. Gæðastaðlar eru mikilvægir og í raun algerlega nauðsynlegir, en ég er þeirrar skoðunar að besti mælikvarðinn á gæði háskólanna sé að lokum markaðurinn. Atvinnulífið og hið opinbera mun gera greinarmun á þeim skólum sem útskrifa góða nemendur og hinum sem útskrifa lakari.Áframhaldandi vöxtur?Til þess að háskólarnir geti haldið áfram að eflast á næstu árum þá munu þeir þurfa meira fjármagn. Ríkisháskólarnir eru nú í vanda því þeir geta ekki innheimt skólagjöld og standa því óneitanlega verr að vígi en sjálfstætt reknu skólarnir.Á móti kemur reyndar að Háskóli Íslands fær til dæmis mjög stóran hlut af því rannsóknafé sem er í boði fyrir háskólana. OECD bendir á að ef hægist um í hagkerfinu megi gera ráð fyrir því að framlög ríkisins til háskólanna hætti að vaxa jafn hratt og verið hefur undanfarin ár. Þessi athugasemd OECD ýtir undir að við ræðum af yfirvegun og án upphrópana þá spurningu hvort heimila eigi ríkisháskólunum að taka upp skólagjöld.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun