Breytist ekki í bílahlussu 25. september 2006 05:30 Freyr og corolla. Freyr fer aldrei yfir hámarkshraða. „Það stóð nú alltaf til að taka bílprófið en það tafðist í 15 ár vegna annarra verkefna. Svo sá ég smugu í stundaskránni og dreif í þessu," segir Freyr Eyjólfsson, dagskrárgerðarmaður á Rás 2, sem fékk loksins ökuskírteinið í síðasta mánuði. Hann bættist þar með í hóp með mönnum eins og Bubba Morthens og Merði Árnasyni, sem tóku bílprófið seint og um síðir. Freyr segist ekkert hafa fundið fyrir bílprófsleysinu. „Mér finnst nú bara gaman að hjóla og labba og svo kann ég á strætó. Ef mikið lá við átti maður kærustu og vini sem höfðu bílpróf." Freyr hafði keyrt traktor í sveit sem unglingur en fannst samt dálítið erfitt að læra á bíl. „Það var meira mál en ég hélt. Ég mætti auðmjúkur í bóklegu tímana og var þar með eintómum krökkum í bekk. Ég hefði getað verið pabbi þeirra allra svo þetta var dálítið skrítin upplifun. Eftir prófið hef ég samt haldið áfram að labba og hjóla og ætla ekki að breytast í jeppakarl eða bílahlussu." Freyr keyrir nú fjölskyldubílinn, Toyotu Corolla, og segist vera mjög góður bílstjóri. „Ég fer aldrei yfir hámarkshraða og gef alltaf stefnuljós. Svo hlusta ég auðvitað alltaf á Umferðarútvarpið kl. 17. En það læðist engu að síður að manni ótti við allar þessar hörmungarfréttir úr umferðinni. Ég er ekkert óöruggur í umferðinni, þannig séð, en maður er hræddur við fávita sem keyra allt of hratt. Það virðist nóg vera til af þeim." Innlent Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Fleiri fréttir Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Sjá meira
„Það stóð nú alltaf til að taka bílprófið en það tafðist í 15 ár vegna annarra verkefna. Svo sá ég smugu í stundaskránni og dreif í þessu," segir Freyr Eyjólfsson, dagskrárgerðarmaður á Rás 2, sem fékk loksins ökuskírteinið í síðasta mánuði. Hann bættist þar með í hóp með mönnum eins og Bubba Morthens og Merði Árnasyni, sem tóku bílprófið seint og um síðir. Freyr segist ekkert hafa fundið fyrir bílprófsleysinu. „Mér finnst nú bara gaman að hjóla og labba og svo kann ég á strætó. Ef mikið lá við átti maður kærustu og vini sem höfðu bílpróf." Freyr hafði keyrt traktor í sveit sem unglingur en fannst samt dálítið erfitt að læra á bíl. „Það var meira mál en ég hélt. Ég mætti auðmjúkur í bóklegu tímana og var þar með eintómum krökkum í bekk. Ég hefði getað verið pabbi þeirra allra svo þetta var dálítið skrítin upplifun. Eftir prófið hef ég samt haldið áfram að labba og hjóla og ætla ekki að breytast í jeppakarl eða bílahlussu." Freyr keyrir nú fjölskyldubílinn, Toyotu Corolla, og segist vera mjög góður bílstjóri. „Ég fer aldrei yfir hámarkshraða og gef alltaf stefnuljós. Svo hlusta ég auðvitað alltaf á Umferðarútvarpið kl. 17. En það læðist engu að síður að manni ótti við allar þessar hörmungarfréttir úr umferðinni. Ég er ekkert óöruggur í umferðinni, þannig séð, en maður er hræddur við fávita sem keyra allt of hratt. Það virðist nóg vera til af þeim."
Innlent Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Fleiri fréttir Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Sjá meira