Læti á Laugaveginum 19. október 2006 14:00 Frá gjörningi Ingibjargar og Kristínar í Tjarnarbíói fyrr á þessu ári Gjörningar þeirra nálgast æ meir leiksýningar en með formerkjum myndlistarinnar. SAFN Birt með góðfúlegu leyfi listakvennanna Þær stöllur Ingibjörg Magnadóttir og Kristín Eiríksdóttir ætla að loka Laugaveginum um sexleytið á morgun. Löggan er með í ráðum um að í ljósaskiptunum verða þær með gjörning. Tilefnið er hátíðahald myndlistarmanna í Reykjavík um þessar mundir. Ingibjörg og Kristín eru uppátektarsamar konur og láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Verður lið með þeim í gerningaveðrinu og er á þessu stigi máls erfitt að spá nokkru um hvað gerist – til þess verða menn að mæta, sjá og heyra. Verkið nefna þær Hulduorkan og Holdkórinn og er það hluti af listahátíðinni Sequences í Reykjavík. Báðar eru þær lærðar frá Listaháskólanum. Ingibjörg stundaði framhaldsnám við Figurativ Teaterakademian í Noregi og hefur sýnt verk sín víða: í Þýskalandi, Svíþjóð og á Íslandi - nú síðast í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Kristín er rithöfundur og myndlistarkona. Hún hefur gefið út skáldsögurnar Kjötbærinn hjá útgáfufélaginu Bjarti og ljóðabókina Húðlit auðnin. Ingibjörg og Kristín vinna gjörninginn í samvinnu við Böðvar Yngva Jakobsson og fleiri listamenn. Hann er unninn í samstarfi við Safn. Gjörningurinn varir í um 20 mínútur og segir í frétt frá Safni að um sé að ræða „metnaðarfulla sýningu sem hverfist um nokkuð aggressíft andrúmsloft og afar sterka, myndræna upplifun“. Ingibjörg segir þær Kristínu hafa átt gott samstarf á þessu sviði þetta ár, bæði í Nýló, Tjarnarbíói, Norræna húsinu og á Pakkhúsi postulanna og í Listasafni Reykjavíkur hafi þær framið gjörninga sína. Hún segir þær daðra við leikhúsið en í gluggum Safnsins á föstudag verði minna af leikmunum en í fyrri gerningum. Handrit liggi til grundvallar gerningunum og þeir skráðir með ljósmyndum og myndböndum. Því hafi þeim verið mögulegt að endurtaka fyrri gerninga á Pakkhúsi postulanna nýlega. Þær verða báðar með á föstudagskvöldið uppáklæddar en Böddi Brútal samstarfsmaður þeirra annast hljóðið. „Þetta snýst um öndun,“ segir Ingibjörg en vill ekki gefa meira upp. Gjörningurinn hefst kl. 18 á föstudagskvöldið og varir í 20 mínútur. Menning Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Þær stöllur Ingibjörg Magnadóttir og Kristín Eiríksdóttir ætla að loka Laugaveginum um sexleytið á morgun. Löggan er með í ráðum um að í ljósaskiptunum verða þær með gjörning. Tilefnið er hátíðahald myndlistarmanna í Reykjavík um þessar mundir. Ingibjörg og Kristín eru uppátektarsamar konur og láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Verður lið með þeim í gerningaveðrinu og er á þessu stigi máls erfitt að spá nokkru um hvað gerist – til þess verða menn að mæta, sjá og heyra. Verkið nefna þær Hulduorkan og Holdkórinn og er það hluti af listahátíðinni Sequences í Reykjavík. Báðar eru þær lærðar frá Listaháskólanum. Ingibjörg stundaði framhaldsnám við Figurativ Teaterakademian í Noregi og hefur sýnt verk sín víða: í Þýskalandi, Svíþjóð og á Íslandi - nú síðast í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Kristín er rithöfundur og myndlistarkona. Hún hefur gefið út skáldsögurnar Kjötbærinn hjá útgáfufélaginu Bjarti og ljóðabókina Húðlit auðnin. Ingibjörg og Kristín vinna gjörninginn í samvinnu við Böðvar Yngva Jakobsson og fleiri listamenn. Hann er unninn í samstarfi við Safn. Gjörningurinn varir í um 20 mínútur og segir í frétt frá Safni að um sé að ræða „metnaðarfulla sýningu sem hverfist um nokkuð aggressíft andrúmsloft og afar sterka, myndræna upplifun“. Ingibjörg segir þær Kristínu hafa átt gott samstarf á þessu sviði þetta ár, bæði í Nýló, Tjarnarbíói, Norræna húsinu og á Pakkhúsi postulanna og í Listasafni Reykjavíkur hafi þær framið gjörninga sína. Hún segir þær daðra við leikhúsið en í gluggum Safnsins á föstudag verði minna af leikmunum en í fyrri gerningum. Handrit liggi til grundvallar gerningunum og þeir skráðir með ljósmyndum og myndböndum. Því hafi þeim verið mögulegt að endurtaka fyrri gerninga á Pakkhúsi postulanna nýlega. Þær verða báðar með á föstudagskvöldið uppáklæddar en Böddi Brútal samstarfsmaður þeirra annast hljóðið. „Þetta snýst um öndun,“ segir Ingibjörg en vill ekki gefa meira upp. Gjörningurinn hefst kl. 18 á föstudagskvöldið og varir í 20 mínútur.
Menning Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira