Landspítala gert að hagræða enn frekar 22. október 2006 08:45 Fjárveitingar Landspítalans á milli ára á föstu verðlagi ársins 2006 hafa staðið í stað síðan árið 1999. Þetta staðfestir Magnús Pétursson, forstjóri Landspítalans. Á sama tíma hefur þjónusta spítalans aukist jafnt og þétt en á fjárlögum ársins 2007 fara stjórnvöld fram á að spítalinn lækki áætlaðan rekstrarkostnað sinn frá árinu 2006. Ekki er tekið tillit til óhagstæðrar gengisþróunar, áhrifa þenslu á vinnumarkaði og aukinna launatengdra gjalda frá því rekstraráætlun ársins 2006 var gerð. Þegar starfsemistölur Landspítalans frá árinu 2000 til 2005 eru skoðaðar kemur í ljós að dagdeildarkomum á spítalann hefur fjölgað um 11.313 á tímabilinu og göngudeildarkomum um 54.556. Kransæðavíkkunum hefur fjölgað um 226 á sama tímabili og hjartaþræðingum um rúmlega þúsund. Þær voru 699 árið 2000 en 1.707 árið 2005. Aðgerð eins og kransæðavíkkun kostar frá átta til tólfhundruð þúsund krónur eftir því hversu aðgerðin er flókin en hjartaþræðing rúmar 400.000 krónur. Magnús Pétursson segir að samhengi hljóti að þurfa að vera á milli íbúafjölgunar og meiri þjónustu sem ætlast er til að spítalinn veiti og þeirra fjármuna sem settir eru í starfsemina. Það verður alltaf erfiðara og erfiðara að skera niður kostnað við starfsemina á sama tíma og þjónustan eykst jafnt og þétt. Anna Lilja Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri fjárreiðna og upplýsinga, segir að mögulegt hafi verið að auka þjónustu spítalans á þessu tímabili vegna samlegðaráhrifa af sameiningu Landspítalans og Borgarspítalans. Við fækkuðum stjórnendum þegar við sameinuðum deildir, fækkuðum vöktum og fleira sem gerði okkur þetta kleift. Nú má segja að samlegðaráhrifin séu fullnýtt því sameiningin er búin. Anna segir að næsta stóra tækifæri til hagræðingar verði þegar nýtt háskólasjúkrahús verður tekið í notkun. Það verður mikil hagræðing af því að sameina bráðamóttökurnar og skurðstofurnar en það verður auðvitað ekki strax. Ingólfur Þórisson, framkvæmdastjóri tækni og eigna, segir byggingu svokallaðs bráðakjarna nýs háskólasjúkrahúss hefjast að öllum líkindum 2009 og taka um þrjú ár. Innlent Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
Fjárveitingar Landspítalans á milli ára á föstu verðlagi ársins 2006 hafa staðið í stað síðan árið 1999. Þetta staðfestir Magnús Pétursson, forstjóri Landspítalans. Á sama tíma hefur þjónusta spítalans aukist jafnt og þétt en á fjárlögum ársins 2007 fara stjórnvöld fram á að spítalinn lækki áætlaðan rekstrarkostnað sinn frá árinu 2006. Ekki er tekið tillit til óhagstæðrar gengisþróunar, áhrifa þenslu á vinnumarkaði og aukinna launatengdra gjalda frá því rekstraráætlun ársins 2006 var gerð. Þegar starfsemistölur Landspítalans frá árinu 2000 til 2005 eru skoðaðar kemur í ljós að dagdeildarkomum á spítalann hefur fjölgað um 11.313 á tímabilinu og göngudeildarkomum um 54.556. Kransæðavíkkunum hefur fjölgað um 226 á sama tímabili og hjartaþræðingum um rúmlega þúsund. Þær voru 699 árið 2000 en 1.707 árið 2005. Aðgerð eins og kransæðavíkkun kostar frá átta til tólfhundruð þúsund krónur eftir því hversu aðgerðin er flókin en hjartaþræðing rúmar 400.000 krónur. Magnús Pétursson segir að samhengi hljóti að þurfa að vera á milli íbúafjölgunar og meiri þjónustu sem ætlast er til að spítalinn veiti og þeirra fjármuna sem settir eru í starfsemina. Það verður alltaf erfiðara og erfiðara að skera niður kostnað við starfsemina á sama tíma og þjónustan eykst jafnt og þétt. Anna Lilja Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri fjárreiðna og upplýsinga, segir að mögulegt hafi verið að auka þjónustu spítalans á þessu tímabili vegna samlegðaráhrifa af sameiningu Landspítalans og Borgarspítalans. Við fækkuðum stjórnendum þegar við sameinuðum deildir, fækkuðum vöktum og fleira sem gerði okkur þetta kleift. Nú má segja að samlegðaráhrifin séu fullnýtt því sameiningin er búin. Anna segir að næsta stóra tækifæri til hagræðingar verði þegar nýtt háskólasjúkrahús verður tekið í notkun. Það verður mikil hagræðing af því að sameina bráðamóttökurnar og skurðstofurnar en það verður auðvitað ekki strax. Ingólfur Þórisson, framkvæmdastjóri tækni og eigna, segir byggingu svokallaðs bráðakjarna nýs háskólasjúkrahúss hefjast að öllum líkindum 2009 og taka um þrjú ár.
Innlent Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira