Færeyskir meistarar 31. október 2006 13:30 Færeysk myndlist Færeyskur dans, 1961 eftir Sámal Joensen-Mikines. Nýlega var tilkynnt að Deutsche Bank ætti fimmtíu þúsund myndlistarverk: íslensku bankarnir eiga eitthvað færri og flest eru eftir íslenska listamenn, en um helgina var opnuð sýning í aðalsal gamla Landsbankans í Austurstræti á verkum þriggja færeyskra meistara. Um er að ræða skiptisýningar á verkum Landsbanka Íslands og Færeyjabanka en fyrirtæki þessi fagna stórafmæli á þessu ári – Færeyjabanki aldarafmæli og Landsbankinn 120 ára afmæli. Sú hugmynd að halda sameiginlega upp á stórafmælin með þessum hætti varð til á fundum forsvarsmanna bankanna seint á síðasta ári. Á sýningunum eru verk eftir þrjá listamenn frá hvoru landi sem allir eru verðugir fulltrúar síns lands og sinnar kynslóðar en sýningarnar bera yfirskriftina „Maður, náttúra og mynd“. Í Færeyjabanka verða sýnd verk í eigu Landsbankans eftir listamennina Eggert Pétursson, Kristján Davíðsson og Jóhannes S. Kjarval. Í Landsbankanum í Austurstræti verða til sýnis glæsileg verk í eigu Færeyjabanka eftir færeysku listamennina Ingálv av Reyni, Sámal Joensen-Mikines og Zacharias Heinesen. Hinn fyrstnefndi er talinn meðal fremstu módernista á Norðurlöndunum en Færeyjarbanki á nokkur verka hans sem ekki hafa áður verið sýnd utan eyjanna. Mikines var einn fyrsti nútímalegi túlkandi lifnaðarhátta á sínum heimaslóðum og miðla verk hans fjölbreytileika þeirra með eftirminnilegum hætti. Heinesen er Íslendingum að góðu kunnur enda hefur hann oftsinnis ferðast hingað. Hann hefur unnið af mikill leikni, bæði í hlutlægum og óhlutlægum stíl og þykir sýna sérstakt næmi fyrir litum og hrynjandi forma. Sýningarnar standa yfir til 30. nóvember og verða öllum opnar á afgreiðslutíma bankanna. Á völdum dögum á sýningartímanum er ráðgert að bjóða upp á leiðsögn listfræðings og verður það auglýst síðar. Menning Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Nýlega var tilkynnt að Deutsche Bank ætti fimmtíu þúsund myndlistarverk: íslensku bankarnir eiga eitthvað færri og flest eru eftir íslenska listamenn, en um helgina var opnuð sýning í aðalsal gamla Landsbankans í Austurstræti á verkum þriggja færeyskra meistara. Um er að ræða skiptisýningar á verkum Landsbanka Íslands og Færeyjabanka en fyrirtæki þessi fagna stórafmæli á þessu ári – Færeyjabanki aldarafmæli og Landsbankinn 120 ára afmæli. Sú hugmynd að halda sameiginlega upp á stórafmælin með þessum hætti varð til á fundum forsvarsmanna bankanna seint á síðasta ári. Á sýningunum eru verk eftir þrjá listamenn frá hvoru landi sem allir eru verðugir fulltrúar síns lands og sinnar kynslóðar en sýningarnar bera yfirskriftina „Maður, náttúra og mynd“. Í Færeyjabanka verða sýnd verk í eigu Landsbankans eftir listamennina Eggert Pétursson, Kristján Davíðsson og Jóhannes S. Kjarval. Í Landsbankanum í Austurstræti verða til sýnis glæsileg verk í eigu Færeyjabanka eftir færeysku listamennina Ingálv av Reyni, Sámal Joensen-Mikines og Zacharias Heinesen. Hinn fyrstnefndi er talinn meðal fremstu módernista á Norðurlöndunum en Færeyjarbanki á nokkur verka hans sem ekki hafa áður verið sýnd utan eyjanna. Mikines var einn fyrsti nútímalegi túlkandi lifnaðarhátta á sínum heimaslóðum og miðla verk hans fjölbreytileika þeirra með eftirminnilegum hætti. Heinesen er Íslendingum að góðu kunnur enda hefur hann oftsinnis ferðast hingað. Hann hefur unnið af mikill leikni, bæði í hlutlægum og óhlutlægum stíl og þykir sýna sérstakt næmi fyrir litum og hrynjandi forma. Sýningarnar standa yfir til 30. nóvember og verða öllum opnar á afgreiðslutíma bankanna. Á völdum dögum á sýningartímanum er ráðgert að bjóða upp á leiðsögn listfræðings og verður það auglýst síðar.
Menning Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira