Um álfuna ríkir óvissa ein 2. nóvember 2006 09:30 Verk af sýningunni Nate Lowman: Wish You Were Here, frá 2005. Blekprent, birt með leyfi listamannsins og Astrup Fearnley-safnsins í Osló. Á laugardag verður opnuð í Hafnarhúsi - Listasafni Reykjavíkur sýning á bandarískri samtímalist - verk þeirra yngstu í bandarísku listalífi munu ryðjast inn í skynfæri gesta þar næstu vikur og hætta á að fólk láti sér bregða. Sýningin er stór fjölþjóðleg samsetning: það eru Gunnar Kvaran, fornvinur íslenskra listunnenda, Hans Ulrich Obrist, sem tekinn er að venja komur sínar hingað af ýmsum tilefnum, og Daniel Birmbaum, sem eru sýningarstjórar. Hefur sýningin þegar komið upp í Osló, London og New York og er ferð hennar um heiminn ekki lokið enn. Átök stórveldanna í myndlistinni standa yfir; álfurnar takast á. Hið forna vígi samtímalistanna, gamla Evrópa, hefur mátt þola margar innrásir Bandaríkjamanna á síðustu hundrað árum og um þessar mundir sækir Asía á. Raunar spá margir því að tími Asíu í heimslistinni sé að rísa upp og þar eru Kínverjar að verða æ fyrirferðarmeiri. Samt hafa Bandaríkjamenn tekið sér pláss í listalífi Reykjavíkur síðustu daga. Í Kling og Bang hefur hópur bandarískra listamanna hreiðrað um sig. Og í vikulok verður sýningin Uncertain States of America opnuð. Sömu helgi er að ljúka í London stórsýning Saatchi á bandarískum nútímaverkum: USA Today. Sýningin í Listasafninu er með ferskari svip. Sýningarstjórarnir hafa á ferðum sínum um Bandaríkin safnað sér upplýsingum um yfir þúsund listamenn og þaðan er úrvalið dregið: 42 aðilar og allir fæddir eftir 1970. Er mögulegt að greina straum í list ungra myndlistarmanna frá nýja heiminum? Þar hefur krafan svo lengi sem elstu menn muna verið „Make It New“. Glæsileg sýningarskrá leiðir í ljós að hér fer mörgum sögum fram, sumar eru í lausu bandi, kjalarlausar og óbundnar, sumar jafnvel ekki sögur heldur hugarástand, staður, stund, afdrep jafnvel. Það verður gestum Listasafnsins hollt að minnast hvað rammar inn sýninguna: árásin 11. september og nú yfirvofandi kosningar, þar í milli innrásir og náttúruhamfarir. Gestir sem hafa farið um Ameríku gera sér ljósan kraftinn í sköpun listamanna þar, líka hefðarveldið sem ræður og almennan smekkinn. Þar ganga menn á vegg auðs og fátæktar, menntunar og þekkingarskorts. Þar æpa andstæður. Breski rithöfundurinn Zadie Smith lýsti því svo í textasafninu Burned Children of America að djúpt í amerískri vitund ríkti sorg um þessar mundir: „Bakvið fagmannlegt brosið er svo djúp sorg í menningunni að bragðið af henni finnst af seríosinu á morgnana.“ Tækifærið sem sýningarstjórarnir og safnið gefur listunnendum til að kanna með eigin skynjun bandaríska list er einstakt. Sýningin verður opnuð á laugardag og varir til 27. janúar. Menning Mest lesið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Fleiri fréttir Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Sjá meira
Á laugardag verður opnuð í Hafnarhúsi - Listasafni Reykjavíkur sýning á bandarískri samtímalist - verk þeirra yngstu í bandarísku listalífi munu ryðjast inn í skynfæri gesta þar næstu vikur og hætta á að fólk láti sér bregða. Sýningin er stór fjölþjóðleg samsetning: það eru Gunnar Kvaran, fornvinur íslenskra listunnenda, Hans Ulrich Obrist, sem tekinn er að venja komur sínar hingað af ýmsum tilefnum, og Daniel Birmbaum, sem eru sýningarstjórar. Hefur sýningin þegar komið upp í Osló, London og New York og er ferð hennar um heiminn ekki lokið enn. Átök stórveldanna í myndlistinni standa yfir; álfurnar takast á. Hið forna vígi samtímalistanna, gamla Evrópa, hefur mátt þola margar innrásir Bandaríkjamanna á síðustu hundrað árum og um þessar mundir sækir Asía á. Raunar spá margir því að tími Asíu í heimslistinni sé að rísa upp og þar eru Kínverjar að verða æ fyrirferðarmeiri. Samt hafa Bandaríkjamenn tekið sér pláss í listalífi Reykjavíkur síðustu daga. Í Kling og Bang hefur hópur bandarískra listamanna hreiðrað um sig. Og í vikulok verður sýningin Uncertain States of America opnuð. Sömu helgi er að ljúka í London stórsýning Saatchi á bandarískum nútímaverkum: USA Today. Sýningin í Listasafninu er með ferskari svip. Sýningarstjórarnir hafa á ferðum sínum um Bandaríkin safnað sér upplýsingum um yfir þúsund listamenn og þaðan er úrvalið dregið: 42 aðilar og allir fæddir eftir 1970. Er mögulegt að greina straum í list ungra myndlistarmanna frá nýja heiminum? Þar hefur krafan svo lengi sem elstu menn muna verið „Make It New“. Glæsileg sýningarskrá leiðir í ljós að hér fer mörgum sögum fram, sumar eru í lausu bandi, kjalarlausar og óbundnar, sumar jafnvel ekki sögur heldur hugarástand, staður, stund, afdrep jafnvel. Það verður gestum Listasafnsins hollt að minnast hvað rammar inn sýninguna: árásin 11. september og nú yfirvofandi kosningar, þar í milli innrásir og náttúruhamfarir. Gestir sem hafa farið um Ameríku gera sér ljósan kraftinn í sköpun listamanna þar, líka hefðarveldið sem ræður og almennan smekkinn. Þar ganga menn á vegg auðs og fátæktar, menntunar og þekkingarskorts. Þar æpa andstæður. Breski rithöfundurinn Zadie Smith lýsti því svo í textasafninu Burned Children of America að djúpt í amerískri vitund ríkti sorg um þessar mundir: „Bakvið fagmannlegt brosið er svo djúp sorg í menningunni að bragðið af henni finnst af seríosinu á morgnana.“ Tækifærið sem sýningarstjórarnir og safnið gefur listunnendum til að kanna með eigin skynjun bandaríska list er einstakt. Sýningin verður opnuð á laugardag og varir til 27. janúar.
Menning Mest lesið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Fleiri fréttir Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Sjá meira