Forvitnileg yfirlitssýning 4. nóvember 2006 17:15 Sigurður var einn afkastamesti portrett málari Íslands um áratugi. Í Smiðjunni Listhúsi í Ármúla 36 í Reykjavík er nú sýning á verkum Sigurðar Sigurðssonar málara en í ár eru níutíu ár liðin frá fæðingu hans. Sigurður var fæddur árið 1916. Hann fór til náms við Listaháskólann í Kaupmannahöfn þremur árum eftir menntaskóla 1939 og hafði þá lokið cand phil. prófi frá Háskóla Íslands. Þar dvaldi hann öll stríðsárin og sneri heim í miðjan slag afstrakt-expressjónismans. Hér voru menn á borð við Kjarval og Ásgrím í mestum metum, en byltingarsveit afstraktmanna var tekin að hræra öldur í heldur ládauðu samfélagi listanna. Sigurður fylgdi eldri skólum, lagði áherslu á landslagsmálverkið, kyrralífsmyndir og bæjarmótíf. Hann var með afkastamestu portrettmálurum landsins um áratugi. Þá hafði hann ekki minnst áhrif sem yfirkennari Handíða- og myndlistarskólans sem svo hét en þar kenndi hann um áratuga skeið. Hann hélt sýningar í Listamannaskálanum og eina í Neskaupstað 1947, 1953 og 1960, en þá kom langt hlé í sýningarhald hans uns efnt var til stórsýningar á verkum hans 1987 í Listasafni Kópavogs en þar átti hann heimili um áratuga skeið. Hann var forvígismaður íslenskra myndlistarmanna um áratuga skeið. Sigurður fór ekki hátt með starfa sinn. Ekkert sérrit er til um verk hans og þátt í íslenskri myndlist, fyrr en nú að Smiðjan hefur gefið út lítið snoturt kver sem rekur efni frá sýningunni sem nú er uppi. Sýningin er sett saman af 22 verkum sem öll eru úr dánarbúi Sigurðar. Fósturdóttir Sigurðar og konu hans Önnu Kristínar, er að flytja til útlanda og vill að verk hans verði hér eftir hjá þeim sem kunna að meta þau. Öll eru þau til sölu og er verð frá 120 þúsundum upp í 1,1 milljón. Mörg verkanna eru þegar seld. Talað er um Sigurð sem beinan arftaka akademíunnar í evrópskri myndlist þar sem grunneigindir hefðar eru í hávegum hafðar. Ungu fólki okkar daga eru slíkar hugmyndir fjarlægar, enda verður þeim ekki beitt af viti fyrr en menn komast til þroska. Fyrst verða menn tvítugir og svo kemur þroskinn sagði mætur lærimeistari í Reykjavík á síðustu öld. Sigurður lét könnun sinni um málverkið ekki lokið þó hann settist í helgan stein. Á sýningunni má sjá fróðlegt yfirlit um feril hans: mannamyndir, stemningar úr bæjum, kyrralífsmyndir og afstrakt sem hann vann á sjöunda áratugnum. Áhugasamir um myndlist ættu að kynna sér þessa smekklegu sýningu sem hangir uppi í Ármúlanum næstu vikur. Menning Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Í Smiðjunni Listhúsi í Ármúla 36 í Reykjavík er nú sýning á verkum Sigurðar Sigurðssonar málara en í ár eru níutíu ár liðin frá fæðingu hans. Sigurður var fæddur árið 1916. Hann fór til náms við Listaháskólann í Kaupmannahöfn þremur árum eftir menntaskóla 1939 og hafði þá lokið cand phil. prófi frá Háskóla Íslands. Þar dvaldi hann öll stríðsárin og sneri heim í miðjan slag afstrakt-expressjónismans. Hér voru menn á borð við Kjarval og Ásgrím í mestum metum, en byltingarsveit afstraktmanna var tekin að hræra öldur í heldur ládauðu samfélagi listanna. Sigurður fylgdi eldri skólum, lagði áherslu á landslagsmálverkið, kyrralífsmyndir og bæjarmótíf. Hann var með afkastamestu portrettmálurum landsins um áratugi. Þá hafði hann ekki minnst áhrif sem yfirkennari Handíða- og myndlistarskólans sem svo hét en þar kenndi hann um áratuga skeið. Hann hélt sýningar í Listamannaskálanum og eina í Neskaupstað 1947, 1953 og 1960, en þá kom langt hlé í sýningarhald hans uns efnt var til stórsýningar á verkum hans 1987 í Listasafni Kópavogs en þar átti hann heimili um áratuga skeið. Hann var forvígismaður íslenskra myndlistarmanna um áratuga skeið. Sigurður fór ekki hátt með starfa sinn. Ekkert sérrit er til um verk hans og þátt í íslenskri myndlist, fyrr en nú að Smiðjan hefur gefið út lítið snoturt kver sem rekur efni frá sýningunni sem nú er uppi. Sýningin er sett saman af 22 verkum sem öll eru úr dánarbúi Sigurðar. Fósturdóttir Sigurðar og konu hans Önnu Kristínar, er að flytja til útlanda og vill að verk hans verði hér eftir hjá þeim sem kunna að meta þau. Öll eru þau til sölu og er verð frá 120 þúsundum upp í 1,1 milljón. Mörg verkanna eru þegar seld. Talað er um Sigurð sem beinan arftaka akademíunnar í evrópskri myndlist þar sem grunneigindir hefðar eru í hávegum hafðar. Ungu fólki okkar daga eru slíkar hugmyndir fjarlægar, enda verður þeim ekki beitt af viti fyrr en menn komast til þroska. Fyrst verða menn tvítugir og svo kemur þroskinn sagði mætur lærimeistari í Reykjavík á síðustu öld. Sigurður lét könnun sinni um málverkið ekki lokið þó hann settist í helgan stein. Á sýningunni má sjá fróðlegt yfirlit um feril hans: mannamyndir, stemningar úr bæjum, kyrralífsmyndir og afstrakt sem hann vann á sjöunda áratugnum. Áhugasamir um myndlist ættu að kynna sér þessa smekklegu sýningu sem hangir uppi í Ármúlanum næstu vikur.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið