Það verða fleiri breytingar hjá Skjern á næsta ári fyrir utan að Aron Kristjánsson hættir að þjálfa liðið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins leikur línumaðurinn Jón Þorbjörn Jóhannesson ekki með liðinu á næsta ári.
Jón er væntanlegur til landsins um helgina en eftir því sem Fréttablaðið kemst næst hefur hann mikinn hug á því að spila á Íslandi.
Vignir Svavarsson og Vilhjálmur Halldórsson verða að öllum líkindum áfram í herbúðum liðsins.- kg