Vilja fá hlut í fjármagnstekjuskatti 17. nóvember 2006 00:30 Sveitarstjórnarmenn krefjast hlutdeildar í fjármagnstekjuskattinum Fréttablaðið/rósa Sveitarfélögin hafa verið rekin með halla í fjölda ára. Mörg sveitarfélög eiga nú í miklum og alvarlegum fjárhagserfiðleikum, þar á meðal eru mörg hinna sameinuðu landmiklu sveitarfélaga, þó að nokkur umskipti hafi orðið í rekstri sveitarfélaga í heildina á síðasta ári vegna þenslu í efnahagslífinu og aukinna tekna af þeim sökum. Ör þróun í skattaumhverfinu hefur leitt til þess að sveitarfélögin hafa orðið af útsvarstekjum en tekjur ríkisins hafa aukist. Fjöldi einkahlutafélaga hefur snaraukist á stuttum tíma. Á árinu 2004 fór fjöldi einkahlutafélaga í fyrsta skipti yfir tuttugu þúsund og á miðju þessu ári eru einkahlutafélög orðin 25.600 talsins. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, greindi frá þessu á fjármálaráðstefnu sambandsins í gær. Hann sagði að fjöldi einyrkja, sem áður hefðu greitt skatta eins og almennir launþegar, hefðu fært starfsemi sína yfir í einkahlutafélög. Þar með væri skattaumhverfið allt annað. „Þróunin í greiðslu fjármagnstekjuskattsins hefur orðið mun hraðari en fjölgun einkahlutafélaganna og áhrifin til lækkunar tekna sveitarfélaganna og hækkunar tekna ríkisins er mun augljósari. Á árinu 2004 námu tekjur ríkisins af fjármagnstekjuskatti níu milljörðum króna en í fyrra voru tekjurnar orðnar 21,7 milljarðar króna," segir hann. Í fyrra höfðu 6.600 fjölskyldur hærri fjármagnstekjur en launatekjur og 2.200 framteljendur höfðu engar aðrar tekjur en fjármagnstekjur og greiddu því ekki útsvar. Þeir nutu samt þjónustu sveitarfélaganna. „Þessar breytingar hafa rýrt tekjur sveitarfélaganna og valdið óeðlilegri mismunun, tekjur ríkisins hafa aukist en tekjur sveitarfélaganna dregist saman," segir Halldór. „Það er fyrst og fremst misskiptingin í tekjuöflun stjórnsýslustiganna sem við viljum fá leiðrétta. Það er ekki nema eðlilegt að sveitarfélögin krefjist nú hlutdeildar í fjármagnstekjuskattinum." Á árunum 2003-2006 fengu þrjátíu og sjö sveitarfélög bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaganna. Sum þeirra eiga varla annan kost en að draga saman í þjónustu við íbúa. Innlent Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira
Sveitarfélögin hafa verið rekin með halla í fjölda ára. Mörg sveitarfélög eiga nú í miklum og alvarlegum fjárhagserfiðleikum, þar á meðal eru mörg hinna sameinuðu landmiklu sveitarfélaga, þó að nokkur umskipti hafi orðið í rekstri sveitarfélaga í heildina á síðasta ári vegna þenslu í efnahagslífinu og aukinna tekna af þeim sökum. Ör þróun í skattaumhverfinu hefur leitt til þess að sveitarfélögin hafa orðið af útsvarstekjum en tekjur ríkisins hafa aukist. Fjöldi einkahlutafélaga hefur snaraukist á stuttum tíma. Á árinu 2004 fór fjöldi einkahlutafélaga í fyrsta skipti yfir tuttugu þúsund og á miðju þessu ári eru einkahlutafélög orðin 25.600 talsins. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, greindi frá þessu á fjármálaráðstefnu sambandsins í gær. Hann sagði að fjöldi einyrkja, sem áður hefðu greitt skatta eins og almennir launþegar, hefðu fært starfsemi sína yfir í einkahlutafélög. Þar með væri skattaumhverfið allt annað. „Þróunin í greiðslu fjármagnstekjuskattsins hefur orðið mun hraðari en fjölgun einkahlutafélaganna og áhrifin til lækkunar tekna sveitarfélaganna og hækkunar tekna ríkisins er mun augljósari. Á árinu 2004 námu tekjur ríkisins af fjármagnstekjuskatti níu milljörðum króna en í fyrra voru tekjurnar orðnar 21,7 milljarðar króna," segir hann. Í fyrra höfðu 6.600 fjölskyldur hærri fjármagnstekjur en launatekjur og 2.200 framteljendur höfðu engar aðrar tekjur en fjármagnstekjur og greiddu því ekki útsvar. Þeir nutu samt þjónustu sveitarfélaganna. „Þessar breytingar hafa rýrt tekjur sveitarfélaganna og valdið óeðlilegri mismunun, tekjur ríkisins hafa aukist en tekjur sveitarfélaganna dregist saman," segir Halldór. „Það er fyrst og fremst misskiptingin í tekjuöflun stjórnsýslustiganna sem við viljum fá leiðrétta. Það er ekki nema eðlilegt að sveitarfélögin krefjist nú hlutdeildar í fjármagnstekjuskattinum." Á árunum 2003-2006 fengu þrjátíu og sjö sveitarfélög bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaganna. Sum þeirra eiga varla annan kost en að draga saman í þjónustu við íbúa.
Innlent Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira