Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Árni Sæberg skrifar 23. janúar 2026 12:57 Pétur Marteinsson tekur oddvitaslag á móti Heiðu B. Hilmisdóttur borgarstjóra. Vísir Frá því að ungliðahreyfing Samfylkingarinnar í Reykjavík hóf formlegan undirbúning fyrir prófkjör flokksins á morgun, um miðjan nóvember síðastliðinn, hefur skráðum félögum flokksins í Reykjavík fjölgað um 72 prósent. Þetta segir Þórhallur Valur Benónýsson, formaður kjörstjórnar fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík, í samtali við Vísi. Um miðjan nóvember hafi félagarnir verið 4038 en á miðnætti í gær hafi þeir verið orðnir 6935. Það er fjölgun upp á 2879, eða 71,7 prósent, á um tveimur mánuðum. Æsispennandi oddvitaslagur Til þess að njóta atkvæðisréttar í prófkjörinu á morgun þurfti að vera meðlimur Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir miðnætti í gær. Prófkjörið fer svo fram á morgun, þar sem búast má við æsispennandi slag um oddvitasætið milli þeirra Heiðu Bjargar Hilmisdóttur borgarstjóra og Péturs Marteinssonar. Þau mætast í Pallborðinu hér á Vísi klukkan 13. Þórhallur Valur segist búast við því að einhverjir muni þó bætast á kjörskrána fram að prófkjöri þar sem alltaf þurfi að greiða úr einhverjum kærumálum. Til að mynda fólks sem taldi sig vera á kjörskrá eða námsmanna erlendis. Líklega lengsta kjörskrá sögunnar Samfylkingin haldi tvenns konar prófkjör, annars vegar þar sem aðeins skráðir félagar hafa atkvæðisrétta og hins vegar þar sem það nægir að vera yfirlýstur stuðningsmaður flokksins. Áðurnefnda fyrirkomulagið gildir í þetta skiptið en í síðasta prófkjöri hafi hið síðarnefnda gilt. Þrátt fyrir það eru fleiri á kjörskrá nú en þá. Þórhallur Valur segir það benda til þess að um lengstu kjörskrá í sögu prófkjara Samfylkingar í borginni. Þá segir hann að einhverjir hnökrar hafi orðið á rafrænu skráningarkerfi flokksins í gær vegna þess mikla fjölda fólks sem reyndi að skrá sig. Einhverjir hafi ekki náð að skrá sig í tæka tíð en kjörstjórnin hafi ákveðið að gefa þeim sem sendu tölvubréf þess efnis fyrir miðnætti aukið svigrúm. Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2026 Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Pallborðið: Síðasta einvígið Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli Sjá meira
Þetta segir Þórhallur Valur Benónýsson, formaður kjörstjórnar fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík, í samtali við Vísi. Um miðjan nóvember hafi félagarnir verið 4038 en á miðnætti í gær hafi þeir verið orðnir 6935. Það er fjölgun upp á 2879, eða 71,7 prósent, á um tveimur mánuðum. Æsispennandi oddvitaslagur Til þess að njóta atkvæðisréttar í prófkjörinu á morgun þurfti að vera meðlimur Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir miðnætti í gær. Prófkjörið fer svo fram á morgun, þar sem búast má við æsispennandi slag um oddvitasætið milli þeirra Heiðu Bjargar Hilmisdóttur borgarstjóra og Péturs Marteinssonar. Þau mætast í Pallborðinu hér á Vísi klukkan 13. Þórhallur Valur segist búast við því að einhverjir muni þó bætast á kjörskrána fram að prófkjöri þar sem alltaf þurfi að greiða úr einhverjum kærumálum. Til að mynda fólks sem taldi sig vera á kjörskrá eða námsmanna erlendis. Líklega lengsta kjörskrá sögunnar Samfylkingin haldi tvenns konar prófkjör, annars vegar þar sem aðeins skráðir félagar hafa atkvæðisrétta og hins vegar þar sem það nægir að vera yfirlýstur stuðningsmaður flokksins. Áðurnefnda fyrirkomulagið gildir í þetta skiptið en í síðasta prófkjöri hafi hið síðarnefnda gilt. Þrátt fyrir það eru fleiri á kjörskrá nú en þá. Þórhallur Valur segir það benda til þess að um lengstu kjörskrá í sögu prófkjara Samfylkingar í borginni. Þá segir hann að einhverjir hnökrar hafi orðið á rafrænu skráningarkerfi flokksins í gær vegna þess mikla fjölda fólks sem reyndi að skrá sig. Einhverjir hafi ekki náð að skrá sig í tæka tíð en kjörstjórnin hafi ákveðið að gefa þeim sem sendu tölvubréf þess efnis fyrir miðnætti aukið svigrúm.
Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2026 Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Pallborðið: Síðasta einvígið Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli Sjá meira