Vill ekki fara strax frá Írak 18. nóvember 2006 08:00 Bandaríkjaforseti og byltingarleiðtoginn Bush brosir breitt framan við brjóstmynd af Ho Chi Min, erkiandstæðingi Bandaríkjastjórnar í Víetnamstríðinu. MYND/AP George W. Bush Bandaríkjaforseti sagði í gær að Bandaríkjamenn gætu dregið ýmsan lærdóm af Víetnamstríðinu, meðal annars þann að verkefni bandaríska hersins í Írak muni dragast á langinn. Hann sagðist ekki hafa tekið neinar ákvarðanir um það hvort bandarískum hermönnum í Írak verði fjölgað eða fækkað á næstunni, en sagðist þó engan veginn hafa gefið stríðið í Írak upp á bátinn. „Það mun einfaldlega taka langan tíma fyrir hugmyndafræði sem er vongóð - og það er hugmyndafræði frelsisins - að sigrast á hugmyndafræði hatursins. „Við munum ná árangri, nema við hættum." Þetta sagði Bush á blaðamannafundi í Hanoi, höfuðborg Víetnams, þar sem hann hitti í gær helstu ráðamenn landsins í forsetahöllinni, þar á meðal bæði Nguyen Minh Triet forseta og Nguyen Tan Dung forsætisráðherra. Einnig lagði Bush leið sína í höfuðstöðvar Kommúnistaflokksins og hitti þar valdamesta leiðtoga landsins, Nong Duch Manh, sem er formaður Kommúnistaflokksins. Bush fékk reyndar ekki jafn æpandi góðar móttökur og Bill Clinton þegar hann kom til Víetnams árið 2000, en þá flykktist mannfjöldinn um forseta Bandaríkjanna sem var í þeim erindagjörðum að bæta samskipti ríkjanna. Mörgum íbúum landsins þykja aðgerðir Bandaríkjamanna í Írak minna óþægilega á framkomu þeirra í Víetnamstríðinu og minnast þess með stolti að bandaríski herinn hafi verið hrakinn á burt. Erindi Bush til Víetnams að þessu sinni er fyrst og fremst að taka þátt í leiðtogafundi APEC, sem er efnahagsbandalag Kyrrahafsríkja. Erlent Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Sjá meira
George W. Bush Bandaríkjaforseti sagði í gær að Bandaríkjamenn gætu dregið ýmsan lærdóm af Víetnamstríðinu, meðal annars þann að verkefni bandaríska hersins í Írak muni dragast á langinn. Hann sagðist ekki hafa tekið neinar ákvarðanir um það hvort bandarískum hermönnum í Írak verði fjölgað eða fækkað á næstunni, en sagðist þó engan veginn hafa gefið stríðið í Írak upp á bátinn. „Það mun einfaldlega taka langan tíma fyrir hugmyndafræði sem er vongóð - og það er hugmyndafræði frelsisins - að sigrast á hugmyndafræði hatursins. „Við munum ná árangri, nema við hættum." Þetta sagði Bush á blaðamannafundi í Hanoi, höfuðborg Víetnams, þar sem hann hitti í gær helstu ráðamenn landsins í forsetahöllinni, þar á meðal bæði Nguyen Minh Triet forseta og Nguyen Tan Dung forsætisráðherra. Einnig lagði Bush leið sína í höfuðstöðvar Kommúnistaflokksins og hitti þar valdamesta leiðtoga landsins, Nong Duch Manh, sem er formaður Kommúnistaflokksins. Bush fékk reyndar ekki jafn æpandi góðar móttökur og Bill Clinton þegar hann kom til Víetnams árið 2000, en þá flykktist mannfjöldinn um forseta Bandaríkjanna sem var í þeim erindagjörðum að bæta samskipti ríkjanna. Mörgum íbúum landsins þykja aðgerðir Bandaríkjamanna í Írak minna óþægilega á framkomu þeirra í Víetnamstríðinu og minnast þess með stolti að bandaríski herinn hafi verið hrakinn á burt. Erindi Bush til Víetnams að þessu sinni er fyrst og fremst að taka þátt í leiðtogafundi APEC, sem er efnahagsbandalag Kyrrahafsríkja.
Erlent Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Sjá meira