Lýðræði í skólastarfi 19. nóvember 2006 06:00 Um helgina héldu samtök áhugafólks um skólaþróun ársþing sitt í Ingunnarskóla hér í Reykjavík. Samtökin voru stofnuð árið 2005 á Selfossi og innan þeirra starfa kennarar, skólastjórnendur, foreldrar og aðrir þeir sem hafa áhuga á betri menntun á Íslandi. Mikilvægi frjálsra félagasamtaka verður seint ofmælt og sérstaklega nú þegar allt stefnir í að stjórnmálaflokkarnir á Íslandi verði ríkisreknir. Sennilega endar sú vitleysa með því að við í einkavæðingarnefndinni fáum þá á okkar borð og til að koma þeim aftur í eigu fólksins verða hlutabréf í þeim send til skráðra flokksmanna. Frjáls félagasamtök eru til vegna þess að þar koma saman einstaklingar sem láta sig eitthvert málefni svo miklu varða að þeir bindast samtökum um það og reyna að láta til sín taka. Ég spái því að samtök áhugafólks um skólaþróun eigi eftir að vaxa og dafna á næstu árum. Það er alltaf að vaxa skilningur á því hversu mikilvæg menntun er í samfélaginu, bæði fyrir hvert og eitt okkar og samfélagið í heild. Umræður um menntamál hafa lengi verið mjög bundnar við kjarabaráttu og hve miklu fé eigi að verja til skólastarfs. Ekki er ástæða til að draga úr mikilvægi þess að kennarar fái góð laun eða að fjármunir séu nægir til að ná þeim markmiðum sem skólastarfinu eru sett. En það er mjög nauðsynlegt að við ræðum meira á opinberum vettvangi um skólamálin og þá í víðara samhengi en bara um kaup og kjör. Á námskrá grunnskóla að vera nákvæmur leiðarvísir eða stefnumótandi plagg, á Námsgagnastofnun að sitja ein að því fé sem skólunum er ætlað til námsgagnakaupa, á nám að vera einstaklingsmiðað, hvernig örvum við skapandi hugsun, hver á hlutur listnáms að vera? - allt eru þetta spurningar, og þær eru auðvitað miklu fleiri, sem skipta miklu máli fyrir menntakerfið og þá um leið fyrir framtíð þjóðarinnar. Á ársþingi áhugafólks um skólaþróun var sértaklega rætt um lýðræði í skólastarfi. Mér veittist sú ánægja að fá að taka þátt í þeim umræðum ásamt Katrínu Jakobsdóttur. Við ræddum um þá spurningu hver ættu að vera áhrif nemenda, starfsfólks, foreldra og stjórnvalda. Hver á að ákveða hvað, hvað er átt við með lýðræði í skóla, hver hefur lokaorðið, hver ber ábyrgð og svo framvegis. Að sjálfsögðu voru ekki veitt endanleg svör við þessum spurningum og í raun eru ekki til slík svör. Menntakerfið er í stöðugri þróun og spurningar sem þessar kalla á mismunandi svör við mismunandi aðstæður. En eitt er ljóst. Lýðræði innan veggja skólans er mikilvægt. Ekki þó þannig að sex ára börn kjósi um það hvort þau eigi að læra B eftir að þau hafi lært A. En skólastarf er samstarf margra ólíkra aðila sem hafa mikla hagsmuni af því að vel gangi og til að laða það besta fram þá er nauðsynlegt að leitað sé eftir skoðunum sem flestra. Skólastarfið er einnig margbrotið í eðli sínu og gæði þess verða ekki einungis metin út frá einkunum nemendanna; vellíðan þeirra, félagsfærni, sköpunargleði og aðrir slíkir þættir skipta ekki minna máli þegar upp er staðið. Það er stór ákvörðun sem ríkisvaldið tekur þegar það grípur fram fyrir hendurnar á foreldrum og skyldar börn þeirra til að ganga í skóla. Fyrir þeirri ákvörðun eru til mörg rök, auðvitað mis sterk. En ein þau sterkustu snúa að því að við viljum búa í lýðræðisþjóðfélagi. Ákvarðanir hvers og eins okkar um sameiginleg mál snerta þar með alla. Slíkt fyrirkomulag krefst þess að þeir sem mega kjósa hafi nægjanlega þekkingu og færni til að geta kynnt sér að gagni þau mál sem kosið er um. En þekking ein og sér nægir ekki, það þarf líka að þjálfa fólk í því að vera virkir þátttakendur í opnu lýðræðislegu samfélagi. Sú þjálfun þarf að fara fram innan veggja skólanna. Agi í skólastarfi og skólalýðræði fara vel saman. Lýðræði í skólastofunni þýðir í mínum huga ekki að kennarinn ráði stundum en stundum tapi hann í atkvæðagreiðslum og allir fari út að leika. Þvert á móti. Frelsi fylgir ábyrgð og það er nauðsynlegt að það sé snemma byrjað að kenna börnum þá staðreynd. Lýðræði í skóla þýðir að það er hlustað á nemendur og foreldra þeirra og það sem meira er nemendur og foreldrar taka þátt í því að móta skólastarfið og bera sameiginlega ábyrgð með kennurum, skólastjórnendum og stjórnvöldum. Lýðræði í skólastofunni þýðir í mínum huga ekki að kennarinn ráði stundum en stundum tapi hann í atkvæðagreiðslum og allir fari út að leika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Illugi Gunnarsson Skoðanir Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Um helgina héldu samtök áhugafólks um skólaþróun ársþing sitt í Ingunnarskóla hér í Reykjavík. Samtökin voru stofnuð árið 2005 á Selfossi og innan þeirra starfa kennarar, skólastjórnendur, foreldrar og aðrir þeir sem hafa áhuga á betri menntun á Íslandi. Mikilvægi frjálsra félagasamtaka verður seint ofmælt og sérstaklega nú þegar allt stefnir í að stjórnmálaflokkarnir á Íslandi verði ríkisreknir. Sennilega endar sú vitleysa með því að við í einkavæðingarnefndinni fáum þá á okkar borð og til að koma þeim aftur í eigu fólksins verða hlutabréf í þeim send til skráðra flokksmanna. Frjáls félagasamtök eru til vegna þess að þar koma saman einstaklingar sem láta sig eitthvert málefni svo miklu varða að þeir bindast samtökum um það og reyna að láta til sín taka. Ég spái því að samtök áhugafólks um skólaþróun eigi eftir að vaxa og dafna á næstu árum. Það er alltaf að vaxa skilningur á því hversu mikilvæg menntun er í samfélaginu, bæði fyrir hvert og eitt okkar og samfélagið í heild. Umræður um menntamál hafa lengi verið mjög bundnar við kjarabaráttu og hve miklu fé eigi að verja til skólastarfs. Ekki er ástæða til að draga úr mikilvægi þess að kennarar fái góð laun eða að fjármunir séu nægir til að ná þeim markmiðum sem skólastarfinu eru sett. En það er mjög nauðsynlegt að við ræðum meira á opinberum vettvangi um skólamálin og þá í víðara samhengi en bara um kaup og kjör. Á námskrá grunnskóla að vera nákvæmur leiðarvísir eða stefnumótandi plagg, á Námsgagnastofnun að sitja ein að því fé sem skólunum er ætlað til námsgagnakaupa, á nám að vera einstaklingsmiðað, hvernig örvum við skapandi hugsun, hver á hlutur listnáms að vera? - allt eru þetta spurningar, og þær eru auðvitað miklu fleiri, sem skipta miklu máli fyrir menntakerfið og þá um leið fyrir framtíð þjóðarinnar. Á ársþingi áhugafólks um skólaþróun var sértaklega rætt um lýðræði í skólastarfi. Mér veittist sú ánægja að fá að taka þátt í þeim umræðum ásamt Katrínu Jakobsdóttur. Við ræddum um þá spurningu hver ættu að vera áhrif nemenda, starfsfólks, foreldra og stjórnvalda. Hver á að ákveða hvað, hvað er átt við með lýðræði í skóla, hver hefur lokaorðið, hver ber ábyrgð og svo framvegis. Að sjálfsögðu voru ekki veitt endanleg svör við þessum spurningum og í raun eru ekki til slík svör. Menntakerfið er í stöðugri þróun og spurningar sem þessar kalla á mismunandi svör við mismunandi aðstæður. En eitt er ljóst. Lýðræði innan veggja skólans er mikilvægt. Ekki þó þannig að sex ára börn kjósi um það hvort þau eigi að læra B eftir að þau hafi lært A. En skólastarf er samstarf margra ólíkra aðila sem hafa mikla hagsmuni af því að vel gangi og til að laða það besta fram þá er nauðsynlegt að leitað sé eftir skoðunum sem flestra. Skólastarfið er einnig margbrotið í eðli sínu og gæði þess verða ekki einungis metin út frá einkunum nemendanna; vellíðan þeirra, félagsfærni, sköpunargleði og aðrir slíkir þættir skipta ekki minna máli þegar upp er staðið. Það er stór ákvörðun sem ríkisvaldið tekur þegar það grípur fram fyrir hendurnar á foreldrum og skyldar börn þeirra til að ganga í skóla. Fyrir þeirri ákvörðun eru til mörg rök, auðvitað mis sterk. En ein þau sterkustu snúa að því að við viljum búa í lýðræðisþjóðfélagi. Ákvarðanir hvers og eins okkar um sameiginleg mál snerta þar með alla. Slíkt fyrirkomulag krefst þess að þeir sem mega kjósa hafi nægjanlega þekkingu og færni til að geta kynnt sér að gagni þau mál sem kosið er um. En þekking ein og sér nægir ekki, það þarf líka að þjálfa fólk í því að vera virkir þátttakendur í opnu lýðræðislegu samfélagi. Sú þjálfun þarf að fara fram innan veggja skólanna. Agi í skólastarfi og skólalýðræði fara vel saman. Lýðræði í skólastofunni þýðir í mínum huga ekki að kennarinn ráði stundum en stundum tapi hann í atkvæðagreiðslum og allir fari út að leika. Þvert á móti. Frelsi fylgir ábyrgð og það er nauðsynlegt að það sé snemma byrjað að kenna börnum þá staðreynd. Lýðræði í skóla þýðir að það er hlustað á nemendur og foreldra þeirra og það sem meira er nemendur og foreldrar taka þátt í því að móta skólastarfið og bera sameiginlega ábyrgð með kennurum, skólastjórnendum og stjórnvöldum. Lýðræði í skólastofunni þýðir í mínum huga ekki að kennarinn ráði stundum en stundum tapi hann í atkvæðagreiðslum og allir fari út að leika.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun