Faðir hins myrta segir nýja uppreisn hafa byrjað í gær 24. nóvember 2006 06:00 Amin Gemayel, fyrrverandi forseti Líbanons, syrgir son sinn, Pierre Gemayel, sem myrtur var á þriðjudaginn. MYND/AP Hundruð þúsunda íbúa Líbanons fylgdu Pierre Gemayel, hinum myrta ráðherra, til grafar í gær. Útförin snerist því upp í fjölmenn mótmæli gegn Sýrlandi og áhrifum Sýrlendinga í landinu. „Önnur sjálfstæðisuppreisn hófst í dag og stefnir til breytinga. Hún mun ekki nema staðar,“ sagði Amin Gemayel, faðir Pierres, en hann var forseti Líbanons á níunda áratugnum. Hann talaði til mannfjöldans á bak við skothelt gler og sagðist heita því að „taka fljótlega skref í áttina til þess að barátta ykkar verði ekki til einskis“. Þeir Gemayel feðgar eru kristinnar trúar og fjölskylda þeirra er með þeim áhrifamestu í röðum kristinna íbúa landsins, sem er skipt upp í marga trúarhópa, bæði kristna og íslamska. Nærri 40 prósent landsmanna eru kristnir, um 35 prósent eru sjía-múslimar, um 20 prósent súnní-múslimar og um fimm prósent eru drúsar. Hinir kristnu íbúar landsins hafa meiri tengsl við Bandaríkin og Ísrael, en sjía-múslimarnir eru tengdir Sýrlandi sem lengi hefur haft mikil áhrif í landinu. Eftir morðið á Gemayel á þriðjudaginn óttast margir að borgarastyrjöld brjótist út á ný. Lögreglan telur að um 800 þúsund manns hafi tekið þátt í jarðarförinni og útifundinum þar sem fólkið veifaði fána landsins og myndum af Gemayel. Erlent Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Sjá meira
Hundruð þúsunda íbúa Líbanons fylgdu Pierre Gemayel, hinum myrta ráðherra, til grafar í gær. Útförin snerist því upp í fjölmenn mótmæli gegn Sýrlandi og áhrifum Sýrlendinga í landinu. „Önnur sjálfstæðisuppreisn hófst í dag og stefnir til breytinga. Hún mun ekki nema staðar,“ sagði Amin Gemayel, faðir Pierres, en hann var forseti Líbanons á níunda áratugnum. Hann talaði til mannfjöldans á bak við skothelt gler og sagðist heita því að „taka fljótlega skref í áttina til þess að barátta ykkar verði ekki til einskis“. Þeir Gemayel feðgar eru kristinnar trúar og fjölskylda þeirra er með þeim áhrifamestu í röðum kristinna íbúa landsins, sem er skipt upp í marga trúarhópa, bæði kristna og íslamska. Nærri 40 prósent landsmanna eru kristnir, um 35 prósent eru sjía-múslimar, um 20 prósent súnní-múslimar og um fimm prósent eru drúsar. Hinir kristnu íbúar landsins hafa meiri tengsl við Bandaríkin og Ísrael, en sjía-múslimarnir eru tengdir Sýrlandi sem lengi hefur haft mikil áhrif í landinu. Eftir morðið á Gemayel á þriðjudaginn óttast margir að borgarastyrjöld brjótist út á ný. Lögreglan telur að um 800 þúsund manns hafi tekið þátt í jarðarförinni og útifundinum þar sem fólkið veifaði fána landsins og myndum af Gemayel.
Erlent Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Sjá meira