Rússnesk skáld 29. nóvember 2006 08:15 Félagið MÍR, Menningartengsl Íslands og Rússlands, efnir til kynningar á nokkrum rússneskum skáldum og verkum þeirra nú í vetur. Fyrir jól verða þrjú skáld tekin fyrir: Gogol, Tolstoj og Vysotský. Fyrsta skáldakvöldið verður í MÍR-salnum, Hverfisgötu 105, í kvöld og hefst kl. 20. Þar flytur Árni Bergmann rithöfundur erindi um Nikolaj Vasilevitsj Gogol (1809-1852) og skáldskap hans, en Hávallaútgáfan hefur nýlega sent frá sér sagnasafn Gogols Mírgorod og hafði áður gefið út Pétursborgarsögur hans. Lesið verður úr þessum þýðingum, sagt frá forlaginu og útgáfubækur þess liggja frammi. Lítil sýning á bókum og myndum helguð skáldinu Gogol verður sett upp. Annað skáldakvöldið, um Lév Tolstoj (1828-1910), verður 6. des. kl. 20. Þá ræðir Ingibjörg Elsa Björnsdóttir, sem var við nám í rússneskum bókmenntum í Moskvu, um skáldið og lesið verður úr verkum þess, ma. les Baldvin Halldórsson leikari upp úr nýútkominni þýðingu Gunnars Dal, rithöfundar og heimspekings, á smásögum Tolstojs. Þriðja rússneska skáldakvöldið í MÍR og það síðasta fyrir jól verður 13. des. og hefst kl. 20. Þá verður fjallað um Vladimír Vysotský (1938-1980), skáld, leikara, tónlistarmann og trúbador. Sergej Gúshín sendiráðsritari fjallar um Vysotský og skýrir hvers vegna hann varð eins konar goðsagnapersóna í Sovétríkjunum þegar í lifanda lífi. Skáldakynningar MÍR á miðvikudögum eru haldnar í samvinnu við sendiráð Rússneska sambandsríkisins, þýðendur og útgefendur og eru síðbúið framhald Rússnesku menningardaganna í Reykjavík í haust. Menning Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Félagið MÍR, Menningartengsl Íslands og Rússlands, efnir til kynningar á nokkrum rússneskum skáldum og verkum þeirra nú í vetur. Fyrir jól verða þrjú skáld tekin fyrir: Gogol, Tolstoj og Vysotský. Fyrsta skáldakvöldið verður í MÍR-salnum, Hverfisgötu 105, í kvöld og hefst kl. 20. Þar flytur Árni Bergmann rithöfundur erindi um Nikolaj Vasilevitsj Gogol (1809-1852) og skáldskap hans, en Hávallaútgáfan hefur nýlega sent frá sér sagnasafn Gogols Mírgorod og hafði áður gefið út Pétursborgarsögur hans. Lesið verður úr þessum þýðingum, sagt frá forlaginu og útgáfubækur þess liggja frammi. Lítil sýning á bókum og myndum helguð skáldinu Gogol verður sett upp. Annað skáldakvöldið, um Lév Tolstoj (1828-1910), verður 6. des. kl. 20. Þá ræðir Ingibjörg Elsa Björnsdóttir, sem var við nám í rússneskum bókmenntum í Moskvu, um skáldið og lesið verður úr verkum þess, ma. les Baldvin Halldórsson leikari upp úr nýútkominni þýðingu Gunnars Dal, rithöfundar og heimspekings, á smásögum Tolstojs. Þriðja rússneska skáldakvöldið í MÍR og það síðasta fyrir jól verður 13. des. og hefst kl. 20. Þá verður fjallað um Vladimír Vysotský (1938-1980), skáld, leikara, tónlistarmann og trúbador. Sergej Gúshín sendiráðsritari fjallar um Vysotský og skýrir hvers vegna hann varð eins konar goðsagnapersóna í Sovétríkjunum þegar í lifanda lífi. Skáldakynningar MÍR á miðvikudögum eru haldnar í samvinnu við sendiráð Rússneska sambandsríkisins, þýðendur og útgefendur og eru síðbúið framhald Rússnesku menningardaganna í Reykjavík í haust.
Menning Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira