Reynir að draga úr reiði í sinn garð 29. nóvember 2006 05:00 Fyrsta verk páfa í Tyrklandsferð sinni var að heimsækja grafhýsi landsföðurins Kemals Ataturks, sem stofnaði Tyrkland nútímans. MYND/AP Benedikt sextándi páfi er staddur í Tyrklandi þar sem hann hvetur til samræðu og „bræðralags“ milli kristinna manna og múslima. Eitt af markmiðum ferðarinnar er að draga úr reiði múslima vegna umdeildrar ræðu í sumar, sem margir skildu sem gagnrýni á íslamstrú. Páfi hitti í gær meðal annarra Ali Bardakoglu, æðsta klerk múslima í Tyrklandi, sem á sínum tíma var meðal þeirra sem hvað harðast gagnrýndu páfa fyrir ræðuna í sumar. Að loknum fundi þeirra í gær sagði Bardakoglu að útbreidd hræðsla við múslima væri skaðleg öllum múslimum: „Hin svokallaða sannfæring um að sverðið sé notað til þess að breiða út íslam og vaxandi hræðsla við íslam skaðar alla múslima.“ Páfi hitti einnig í gær Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, sem á síðustu stundu ákvað að taka á móti páfa á flugvellinum við komu hans til landsins. Erdogan hafði áður ekki sagst vilja hitta páfa. Páfi leggur mikla áherslu á frið og trúfrelsi í ferð sinni. Hörð mótmæli hafa verið í Tyrklandi síðustu daga gegn heimsókn páfa og óttast sumir um líf hans í ferðinni. Athygli vakti að þekkt tyrknesk leikkona, Serra Yilmas, hefur það hlutverk að vera túlkur páfa í heimsókninni. Hún hefur leikið í ítölskum kvikmyndum og er líklega þekktust fyrir leik sinn í myndinni Fáfróðir álfar, þar sem hún leikur tyrkneskan innflytjanda á Ítalíu sem kemst þar í kynni við hóp samkynhneigðra. Erlent Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira
Benedikt sextándi páfi er staddur í Tyrklandi þar sem hann hvetur til samræðu og „bræðralags“ milli kristinna manna og múslima. Eitt af markmiðum ferðarinnar er að draga úr reiði múslima vegna umdeildrar ræðu í sumar, sem margir skildu sem gagnrýni á íslamstrú. Páfi hitti í gær meðal annarra Ali Bardakoglu, æðsta klerk múslima í Tyrklandi, sem á sínum tíma var meðal þeirra sem hvað harðast gagnrýndu páfa fyrir ræðuna í sumar. Að loknum fundi þeirra í gær sagði Bardakoglu að útbreidd hræðsla við múslima væri skaðleg öllum múslimum: „Hin svokallaða sannfæring um að sverðið sé notað til þess að breiða út íslam og vaxandi hræðsla við íslam skaðar alla múslima.“ Páfi hitti einnig í gær Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, sem á síðustu stundu ákvað að taka á móti páfa á flugvellinum við komu hans til landsins. Erdogan hafði áður ekki sagst vilja hitta páfa. Páfi leggur mikla áherslu á frið og trúfrelsi í ferð sinni. Hörð mótmæli hafa verið í Tyrklandi síðustu daga gegn heimsókn páfa og óttast sumir um líf hans í ferðinni. Athygli vakti að þekkt tyrknesk leikkona, Serra Yilmas, hefur það hlutverk að vera túlkur páfa í heimsókninni. Hún hefur leikið í ítölskum kvikmyndum og er líklega þekktust fyrir leik sinn í myndinni Fáfróðir álfar, þar sem hún leikur tyrkneskan innflytjanda á Ítalíu sem kemst þar í kynni við hóp samkynhneigðra.
Erlent Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira