Roy Keane vill eflaust gleyma fyrsta leik sínum með Glasgow Celtic sem fyrst, því liðið beið lægri hlut fyrir 1. deildarliði Clyde í bikarkeppninni í dag 2-1. Keane hafði hægt um sig í leiknum, en tvö mörk voru dæmd af Clyde í leiknum og þóttu það umdeildir dómar.
