Mikil hækkun á Avion við skráningu 20. janúar 2006 12:00 Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður Avion. MYND/GVA Verðmæti Avion Group jókst um tæpa tuttugu milljarða króna á fyrstu mínútunum eftir opnun Kauphallar Íslands í morgun. Avion er lang stærsta fyrirtækið sem skráð hefur verið í Kauphöllina en skráning þess hófst þar í morgun. Það ríkti mikil eftirvænting í Kauphöll Íslands í morgun. Ákveðið var að setja fyrirtækið á markað í desember og rétt fyrir jól lauk útboði á hlutum í fyrirtækinu til fagfjárfesta. Þeim var boðið að kaupa hlutabréf á genginu 38,3 upp á sex milljarða króna en tilboð bárust hins vegar í hlut upp á 102 milljarða. Þegar þessi mikli áhugi lá fyrir var ákveðið að hækka útboðið upp í tíu milljarða. Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður Avion, sagði rétt áður en sala á bréfunum hófst klukkan tíu, að hann væri ánægður með að félagið væri komið í Kauphöll Íslands. Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður Avion Group, sagði skömmu eftir að markaðir opnuðu að hann hefði ekki búist við þessu mikla stökki og að fyrirtækið myndi reyna af megni að standa undir væntingum. Skömmu síðar var stundin runnin upp og tilboðin byrjuðu að streyma inn. Gengi bréfanna var fljótt komið í 50 en þegar NFS yfirgaf Kauphöllina um klukkan hál ellefu, var gengið komið í 47,8. Þetta mun sjálfsagt breytast allt til lokunnar kauphallarinnar í dag, en engu að síður er ljóst að gengi bréfanna hækkar mjög mikið strax á fyrsta degi. Skömmu fyrir tólf var gengi bréfa í Avion Grouo í 45,6 og höfðu þá verið gerð viðskipti með bréf í félaginu upp á 2,6 milljarða króna. Miðað við þetta gengi er verðmæti félagsins nú tæpir 82 milljarðar króna. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, sagði mikinn feng fyrir Kauphöllina og fjárfesta að fá svona stórt fyrirtæki með alþjóðlega starfsemi. Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Verðmæti Avion Group jókst um tæpa tuttugu milljarða króna á fyrstu mínútunum eftir opnun Kauphallar Íslands í morgun. Avion er lang stærsta fyrirtækið sem skráð hefur verið í Kauphöllina en skráning þess hófst þar í morgun. Það ríkti mikil eftirvænting í Kauphöll Íslands í morgun. Ákveðið var að setja fyrirtækið á markað í desember og rétt fyrir jól lauk útboði á hlutum í fyrirtækinu til fagfjárfesta. Þeim var boðið að kaupa hlutabréf á genginu 38,3 upp á sex milljarða króna en tilboð bárust hins vegar í hlut upp á 102 milljarða. Þegar þessi mikli áhugi lá fyrir var ákveðið að hækka útboðið upp í tíu milljarða. Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður Avion, sagði rétt áður en sala á bréfunum hófst klukkan tíu, að hann væri ánægður með að félagið væri komið í Kauphöll Íslands. Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður Avion Group, sagði skömmu eftir að markaðir opnuðu að hann hefði ekki búist við þessu mikla stökki og að fyrirtækið myndi reyna af megni að standa undir væntingum. Skömmu síðar var stundin runnin upp og tilboðin byrjuðu að streyma inn. Gengi bréfanna var fljótt komið í 50 en þegar NFS yfirgaf Kauphöllina um klukkan hál ellefu, var gengið komið í 47,8. Þetta mun sjálfsagt breytast allt til lokunnar kauphallarinnar í dag, en engu að síður er ljóst að gengi bréfanna hækkar mjög mikið strax á fyrsta degi. Skömmu fyrir tólf var gengi bréfa í Avion Grouo í 45,6 og höfðu þá verið gerð viðskipti með bréf í félaginu upp á 2,6 milljarða króna. Miðað við þetta gengi er verðmæti félagsins nú tæpir 82 milljarðar króna. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, sagði mikinn feng fyrir Kauphöllina og fjárfesta að fá svona stórt fyrirtæki með alþjóðlega starfsemi.
Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent