Liverpool er 1-0 yfir gegn Manchester united í hálfleik en leikurinn er í FA bikarkeppninni. Crouch skoraði markið með skalla á 19. mínútu sem Edwin van der Sar varði í stöngina og inn. Rétt áður varði van der Sar meistaralega frá Harry Kewell en Liverpool hefur verið mun beittari aðilinn í leiknum.
Heimamenn hafa átt fleiri og betri færi en hart er barist og leikmenn gefa sig alla í verkefnið enda mikill heiður í veði fyrir þessa fornu fjendur.
