Gengi hlutabréfa í deCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar féll um 7,4% á Nasdaq markaði vestra í gær, eftir að birtar voru tölur um 4 milljarða króna halla í fyrra.
Kári Stefánsson, forstjóri, segist allt eins líta á hallann sem fjárfestingu, og horfur séu á að fyrsta lyf frá fyrirtækinu komist á markað eftir þrjú ár.