Pólitík réð því ekki að Byko fékk lóð í Garðabæ 8. mars 2006 12:15 Urriðaholt hafnar því með öllu að pólitísk áhrif hafi orðið til þess að Byko fékk lóð í Garðabæ, en ekki Bauhaus. Viðræður við Bauhaus hafi hafist mánuði eftir að ljóst var orðið að Ásdís Halla Bragadóttir myndi taka við forstjórastarfi hjá Byko. Bauhaus, Byko og Húsasmiðjan buðu öll í lóðina í Garðabæ, en að lokum féll hún Byko í skaut. Stjórn Urriðaholts segir fráleitt að ákvarðanir um sölu lóðarinnar tengist á nokkurn hátt hagsmunum Ásdísar Höllu Bragadóttur, fyrrverandi bæjarstjóra Garðabæjar, sem nú er forstjóri Byko. Yfirmaður þróunarsviðs Bauhaus hélt því fram í fréttum Ríkissjónvarpsins í gær að augljóst samhengi væri á milli ráðningar Ásdísar Höllu Bragadóttur, fyrrverandi bæjarstjóra Garðabæjar til Byko, og þess að Bauhaus hafi ekki fengið lóð í Garðabæ. Afstaða Urriðaholts, sem á lóðina sem um ræðir, hafi breyst á einni nóttu og allt í einu hafi allar kröfur breyst. Síðan hafi Byko fengið lóðina og samhengið sé augljóst. Í raun hefur fréttastofa heimildir fyrir því að fyrrverandi stjórn Húsasmiðjunnar hafi upplifað þetta á svipaðan hátt, það er að með ráðningu Ásdísar Höllu til Byko hafi afstaða Urriðaholts skyndilega breyst. Þessu hafnar stjórn Urriðaholts hins vegar með öllu og segir að viðræðurnar við Bauhaus hafi hafist mánuði eftir að vitað var að Ásdís Halla færi til Byko. Staðreyndin sé sú að viðræðurnar hafi byrjað ágætlega, en síðan þróast til verri vegar. Þar sé ekki síst við forsvarsmenn Bauhaus að sakast, því að þeir hafi breytt sínum skilyrðum fyrir samkomulaginu en ekki Urriðaholt, eins og þróunarstjóri Bauhaus hélt fram í gær. Þegar upp úr viðræðunum hafi slitnað, hafi Byko verið boðið að endurnýja tilboð sitt og það hafi ekkert haft með Ásdísi Höllu að gera. Fréttastofan hefur ekki náð tali af Ásdísi Höllu Bragadóttur forstjóra Byko. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Fleiri fréttir Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Sjá meira
Urriðaholt hafnar því með öllu að pólitísk áhrif hafi orðið til þess að Byko fékk lóð í Garðabæ, en ekki Bauhaus. Viðræður við Bauhaus hafi hafist mánuði eftir að ljóst var orðið að Ásdís Halla Bragadóttir myndi taka við forstjórastarfi hjá Byko. Bauhaus, Byko og Húsasmiðjan buðu öll í lóðina í Garðabæ, en að lokum féll hún Byko í skaut. Stjórn Urriðaholts segir fráleitt að ákvarðanir um sölu lóðarinnar tengist á nokkurn hátt hagsmunum Ásdísar Höllu Bragadóttur, fyrrverandi bæjarstjóra Garðabæjar, sem nú er forstjóri Byko. Yfirmaður þróunarsviðs Bauhaus hélt því fram í fréttum Ríkissjónvarpsins í gær að augljóst samhengi væri á milli ráðningar Ásdísar Höllu Bragadóttur, fyrrverandi bæjarstjóra Garðabæjar til Byko, og þess að Bauhaus hafi ekki fengið lóð í Garðabæ. Afstaða Urriðaholts, sem á lóðina sem um ræðir, hafi breyst á einni nóttu og allt í einu hafi allar kröfur breyst. Síðan hafi Byko fengið lóðina og samhengið sé augljóst. Í raun hefur fréttastofa heimildir fyrir því að fyrrverandi stjórn Húsasmiðjunnar hafi upplifað þetta á svipaðan hátt, það er að með ráðningu Ásdísar Höllu til Byko hafi afstaða Urriðaholts skyndilega breyst. Þessu hafnar stjórn Urriðaholts hins vegar með öllu og segir að viðræðurnar við Bauhaus hafi hafist mánuði eftir að vitað var að Ásdís Halla færi til Byko. Staðreyndin sé sú að viðræðurnar hafi byrjað ágætlega, en síðan þróast til verri vegar. Þar sé ekki síst við forsvarsmenn Bauhaus að sakast, því að þeir hafi breytt sínum skilyrðum fyrir samkomulaginu en ekki Urriðaholt, eins og þróunarstjóri Bauhaus hélt fram í gær. Þegar upp úr viðræðunum hafi slitnað, hafi Byko verið boðið að endurnýja tilboð sitt og það hafi ekkert haft með Ásdísi Höllu að gera. Fréttastofan hefur ekki náð tali af Ásdísi Höllu Bragadóttur forstjóra Byko.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Fleiri fréttir Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Sjá meira