Landsbankinn ætlar að selja allan eignarhlut sinn í sænska fjárfestingarbankanum Carnegie. Landsbankinn á nú tæplega tuttugu prósent í bankanum og er stærsti hluthafinn í Carnegie. Markaðsvirði hlutarins miðað við lokagengi dagsins er tuttugu og þrír milljarðar króna.
Landsbankinn selur hlut sinn í Carnegie fjárfestingarbankanum
