Ítalar eru komnir í 8-liða úrslitin á HM eftir dramatískan sigur á Áströlum í Kaiserslautern í dag. Ítalar voru manni færi síðustu 40 mínúturnar eftir að Marco Materazzi var vikið af leikvelli í upphafi síðari hálfleiks, en fengu vítaspyrnu á síðasta andartaki uppbótartíma og úr henni skoraði varamaðurinn Francesco Totti. Vítaspyrnudómurinn var nokkuð vafasamur, en bakvörðurinn Fabio Grosso lék á tvo varnarmenn Ástrala og lét sig falla í vítateignum.
