Örlögin geimferjanna ráðast í kvöld 1. júlí 2006 18:45 Góðar líkur eru á að geimferjunni Discovery verði skotið á loft eftir rúma klukkustund. Ferðin er afar þýðingarmikil því hún gæti ráðið úrslitum um hvort þessir farkostir verði áfram notaðir til geimferða eða teknir úr umferð. Starfsmenn Bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA byrjuðu snemma í dag að telja niður fyrir geimskotið en áætlað er að það fari fram þegar klukkuna vantar 11 mínútur í átta að íslenskum tíma. Í gær voru veðurhorfurnar reyndar ekkert sérstaklega góðar en í morgun tók að létta þó nokkuð til yfir Canaveral-höfða og voru líkurnar á geimskoti þá sagðar 60 prósent. Lítilsháttar bilunar varð vart í útblástursbúnaði Discovery í morgun en tæknimenn náðu fljótlega að gera við hana. Áhöfn ferjunnar er skipuð sjö geimförum og þeir eiga að vinna að ýmis konar viðgerðum á alþjóðlegu geimstöðinni sem sveimar á sporbaug um jörðu, auk þess að flytja þangað birgðir. Þau verkefni eru þó ekki það sem beðið er eftir með mestri eftirvæntingu heldur einfaldlega hvort geimferjan komist klakklaust aftur til jarðar. Rúm þrjú ár eru liðin síðan Kólumbía, systurskip Discovery, fórst með allri áhöfn eftir að hitahlífar af eldsneytistanki skullu á henni og eyðilögðu vængbyrði hennar. Litlu munaði að á sama hátt færi fyrir Discovery í fyrrasumar og síðan þá hafa ferjurnar verið kyrrsettar. ef upp koma svipuð vandkvæði við þennan leiðangur er allt útlit fyrir að geimferjunum verði lagt fyrir fullt og allt. Fari svo verða Bandaríkjamenn að reiða sig á Rússa til að flytja vistir og búnað til geimstöðvarinnar. Erlent Fréttir Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Sjá meira
Góðar líkur eru á að geimferjunni Discovery verði skotið á loft eftir rúma klukkustund. Ferðin er afar þýðingarmikil því hún gæti ráðið úrslitum um hvort þessir farkostir verði áfram notaðir til geimferða eða teknir úr umferð. Starfsmenn Bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA byrjuðu snemma í dag að telja niður fyrir geimskotið en áætlað er að það fari fram þegar klukkuna vantar 11 mínútur í átta að íslenskum tíma. Í gær voru veðurhorfurnar reyndar ekkert sérstaklega góðar en í morgun tók að létta þó nokkuð til yfir Canaveral-höfða og voru líkurnar á geimskoti þá sagðar 60 prósent. Lítilsháttar bilunar varð vart í útblástursbúnaði Discovery í morgun en tæknimenn náðu fljótlega að gera við hana. Áhöfn ferjunnar er skipuð sjö geimförum og þeir eiga að vinna að ýmis konar viðgerðum á alþjóðlegu geimstöðinni sem sveimar á sporbaug um jörðu, auk þess að flytja þangað birgðir. Þau verkefni eru þó ekki það sem beðið er eftir með mestri eftirvæntingu heldur einfaldlega hvort geimferjan komist klakklaust aftur til jarðar. Rúm þrjú ár eru liðin síðan Kólumbía, systurskip Discovery, fórst með allri áhöfn eftir að hitahlífar af eldsneytistanki skullu á henni og eyðilögðu vængbyrði hennar. Litlu munaði að á sama hátt færi fyrir Discovery í fyrrasumar og síðan þá hafa ferjurnar verið kyrrsettar. ef upp koma svipuð vandkvæði við þennan leiðangur er allt útlit fyrir að geimferjunum verði lagt fyrir fullt og allt. Fari svo verða Bandaríkjamenn að reiða sig á Rússa til að flytja vistir og búnað til geimstöðvarinnar.
Erlent Fréttir Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Sjá meira