Harkan eykst fyrir botni Miðjarðarhafs 2. júlí 2006 18:45 Eftir að palestínskir skæruliðar tóku ísraelska hermanninn Gilad Shalit í gíslingu fyrir viku hefur ísraelski herinn haldið uppi linnulausum árásum á Gaza. Í nótt var spjótunum beint að Ismail Haniyeh, forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar en þá lögðu herþyrlur skrifstofur hans í Gaza-borg í rúst með flugskeytum. Enginn var í byggingunni þegar árásin var gerð en maður sem átti leið þar hjá særðist nokkuð. Á ríkisstjórnarfundi í morgun varði Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, árásirnar í morgun og sagði að þungi þeirra yrði jafnvel aukinn ef ísraelski gíslinn yrði ekki látinn laus þegar í stað. Þessum orðum er augljóslega beint til palestínsku heimastjórnarinnar sem Hamas-samtökin veita forystu en Ísraelar telja þau bera beinta ábyrgð á gíslatökunni. Árásin í nótt ber að skoða sem viðvörun til oddvita þeirra. Ismail Haniyeh skoðaði leifararnar af skrifstofu sinni í morgun ásamt Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, og óhætt er að segja að hljóðið í þeim hafi verið dökkt. Árásir Ísraela hitta vitaskuld saklausa íbúa Gaza-strandarinnar verst fyrir. Rafmagn hefur ítrekað farið af svæðinu vegna sprenginga í orkuverum og því hafa Palestínumenn þurft að framleiða raforku með olíu. Þar sem landamærin að Gaza hafa hins vegar lokast eftir að árásarhrinan hófst hafa aðdrættir hins vegar meira og minna stöðvast og því hafa mannúðarsamtök vaxandi áhyggjur af ástandinu. Síðdegis opnuðu loks ísraelsk stjórnvöld eina landamærastöð svo hægt væri að flytja þangað matvæli og eldsneyti. Verður hún opin næstu daga, en aðeins nokkra klukkutíma í senn. Erlent Fréttir Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira
Eftir að palestínskir skæruliðar tóku ísraelska hermanninn Gilad Shalit í gíslingu fyrir viku hefur ísraelski herinn haldið uppi linnulausum árásum á Gaza. Í nótt var spjótunum beint að Ismail Haniyeh, forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar en þá lögðu herþyrlur skrifstofur hans í Gaza-borg í rúst með flugskeytum. Enginn var í byggingunni þegar árásin var gerð en maður sem átti leið þar hjá særðist nokkuð. Á ríkisstjórnarfundi í morgun varði Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, árásirnar í morgun og sagði að þungi þeirra yrði jafnvel aukinn ef ísraelski gíslinn yrði ekki látinn laus þegar í stað. Þessum orðum er augljóslega beint til palestínsku heimastjórnarinnar sem Hamas-samtökin veita forystu en Ísraelar telja þau bera beinta ábyrgð á gíslatökunni. Árásin í nótt ber að skoða sem viðvörun til oddvita þeirra. Ismail Haniyeh skoðaði leifararnar af skrifstofu sinni í morgun ásamt Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, og óhætt er að segja að hljóðið í þeim hafi verið dökkt. Árásir Ísraela hitta vitaskuld saklausa íbúa Gaza-strandarinnar verst fyrir. Rafmagn hefur ítrekað farið af svæðinu vegna sprenginga í orkuverum og því hafa Palestínumenn þurft að framleiða raforku með olíu. Þar sem landamærin að Gaza hafa hins vegar lokast eftir að árásarhrinan hófst hafa aðdrættir hins vegar meira og minna stöðvast og því hafa mannúðarsamtök vaxandi áhyggjur af ástandinu. Síðdegis opnuðu loks ísraelsk stjórnvöld eina landamærastöð svo hægt væri að flytja þangað matvæli og eldsneyti. Verður hún opin næstu daga, en aðeins nokkra klukkutíma í senn.
Erlent Fréttir Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira