Landamærastöð á Gaza opnuð 4. júlí 2006 19:17 Meðlimir hryðjuverkasamtakanna sem hafa ísraelska hermanninn í haldi MYND/AP Ísraelar opnuðu í dag mikilvæga flutningaleið inn á Gazasvæðið til að tryggja íbúum þar hjálpargögn. Ekkert lát virðist ætla að verða á aðgerðum Ísarela þar því ekki hyllir undir samkomulag um lausn ísraelsks hermanns sem er í haldi herskárra Palestínumanna. Talsmaður Ísarelsstjórnar segir hann enn á lífi. Um er að ræða Karni-landamærastöðina en þar hafa vöruflutningabílar frá Alþjóða Rauða krossinum farið um í dag. Fyrr í vikunni hafði verið ákveðið að opna fyrir flutninga þar í gegn í fjóra daga í þessari viku, stuttan tíma í senn, til að forða neyðarástandi á svæðinu. Ísraelar hafa neitað að yfirgefa Gazasvæðið fyrr en ísraelskur hermaður, sem er í haldi herskárra Palestínumanna, verði látinn laus. Þeir hafa þvertekið fyrir að verða við kröfum um að frelsa palestínska fanga í skiptum fyrir hann. Fyrir vikið hótuðu mannræningjarnir að myrða hermanninn en hafa þó eitthvað dregið í land með það. Þeir segjast á hinn bóginn ekki tilbúnir til frekari viðræðna um lausn hans og ætla ekki að láta neitt uppi um líðan hans. Talsmaður ísraelskra stjórnvalda sagði í dag að samkvæmt þeirra upplýsingum væri maðurinn enn á lífi en óttast var að hann hefði jafnvel þegar verið myrtur. Haniyeh, forsætisráðherra heimastjórnar Palestínumanna, hvatti þá sem halda hermanninum til að tryggja öryggi hans. Alþjóðasamtök hafa krafist þess að hermaðurinn verði þegar látinn laus og þau hafa einnig hvatt Ísraelsher til að sýna stillingu. Stjórnvöld í Sviss saka Ísraela um að brjóta mannúðarlög með því að refsa Palestínumönnum öllum fyrir brot nokkurra þeirra. Erlent Fréttir Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Obama blæs Demókrötum í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Sjá meira
Ísraelar opnuðu í dag mikilvæga flutningaleið inn á Gazasvæðið til að tryggja íbúum þar hjálpargögn. Ekkert lát virðist ætla að verða á aðgerðum Ísarela þar því ekki hyllir undir samkomulag um lausn ísraelsks hermanns sem er í haldi herskárra Palestínumanna. Talsmaður Ísarelsstjórnar segir hann enn á lífi. Um er að ræða Karni-landamærastöðina en þar hafa vöruflutningabílar frá Alþjóða Rauða krossinum farið um í dag. Fyrr í vikunni hafði verið ákveðið að opna fyrir flutninga þar í gegn í fjóra daga í þessari viku, stuttan tíma í senn, til að forða neyðarástandi á svæðinu. Ísraelar hafa neitað að yfirgefa Gazasvæðið fyrr en ísraelskur hermaður, sem er í haldi herskárra Palestínumanna, verði látinn laus. Þeir hafa þvertekið fyrir að verða við kröfum um að frelsa palestínska fanga í skiptum fyrir hann. Fyrir vikið hótuðu mannræningjarnir að myrða hermanninn en hafa þó eitthvað dregið í land með það. Þeir segjast á hinn bóginn ekki tilbúnir til frekari viðræðna um lausn hans og ætla ekki að láta neitt uppi um líðan hans. Talsmaður ísraelskra stjórnvalda sagði í dag að samkvæmt þeirra upplýsingum væri maðurinn enn á lífi en óttast var að hann hefði jafnvel þegar verið myrtur. Haniyeh, forsætisráðherra heimastjórnar Palestínumanna, hvatti þá sem halda hermanninum til að tryggja öryggi hans. Alþjóðasamtök hafa krafist þess að hermaðurinn verði þegar látinn laus og þau hafa einnig hvatt Ísraelsher til að sýna stillingu. Stjórnvöld í Sviss saka Ísraela um að brjóta mannúðarlög með því að refsa Palestínumönnum öllum fyrir brot nokkurra þeirra.
Erlent Fréttir Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Obama blæs Demókrötum í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Sjá meira