Sendifulltrúi SÞ gagnrýnir Ísraelsmenn 5. júlí 2006 22:14 MYND/AP Ísraelsher hefur verið fyrirskipað að herða á aðgerðum sínum á Gaza-svæðinu til að tryggja lausn hermanns þeirra sem er í haldi Palestínumanna og koma í veg fyrir árásir á ísraelskt landsvæði. Sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna gagnrýndi Ísraela harðlega á fundi Mannréttindanefndar samtakanna í Genf í dag. Ísrelsk stjórnvöld hafa í dag fyrirskipað her sínum að halda inn í íbúðarhverfi á Gaza-svæðinu til að afmarka öryggissvæði í norðri og þar með þrýsta á um lausn ísraelsks hermanns sem hefur verið í haldi herskárra Palestínumanna í tíu daga. Skriðdrekar og herbílar hafa farið inn á svæðið í allan dag. Heyra mátti sprengingar í Netiv Ha´asara ísraels megin við landamæri að norður hluta Gaza-svæðisins. Sjá mátti reyk stíga upp á Þar. Aðgerðir hersins í dag gætu bent til þess að Ísraelar væru reiðubúnir til að hertaka á ný hluta Gaza-svæðisins en aðeins er tæpt ár frá því her þeirra var fluttur þaðan og landtökubyggðir Gyðinga rýmdar. Sautján ára Palestínumaður sem grunaður var um að ætla að sprengja sig í loft upp var handtekinn við landtökubyggð Gyðinga á Vesturbakkanum í dag. Hann var með sprengjubelti um sig miðjan. Njósnir bárust af ferðum hans og var hann gripinn áður en hann gat látið til skarar skríða. Auk þessa voru tvær Palestínskra konur handteknar í áhlaupum í Betlehem og á Vesturbakkanum í dag. Ekki liggur fyrir hvers vegna þær voru teknar höndum. Ný mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna hefur í dag setið á neyðarfundi um ástandið á Gaza í Genf í Sviss og meðal annars hlýtt á skýrslu Johns Dugard, sérlegs sendifulltrúa samtakanna á sjálfsstjórnarsvæðum Palestínumanna. Hann segir að með aðgerðum sínum á Gaza-svæðinu brjóti Ísraelar gegn öllum helstu hegðunarreglum alþjóðalaga. Ísraelar segja hins vegar nefndina horfa fram hjá því sem valdi þeim áhyggjum. Hjálparstofnanir á vegum Sameinuðu þjóðanna hafa varað við yfirvofandi neyðarástandi á svæðinu verði ekkert að gert. Matur og lyf séu af skornum skamti og rafmagns- og vatnslaust hafi verið á stóru svæði frá því aðgerðir Ísraelsmanna hófust fyrir rétt rúmri viku. Erlent Fréttir Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira
Ísraelsher hefur verið fyrirskipað að herða á aðgerðum sínum á Gaza-svæðinu til að tryggja lausn hermanns þeirra sem er í haldi Palestínumanna og koma í veg fyrir árásir á ísraelskt landsvæði. Sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna gagnrýndi Ísraela harðlega á fundi Mannréttindanefndar samtakanna í Genf í dag. Ísrelsk stjórnvöld hafa í dag fyrirskipað her sínum að halda inn í íbúðarhverfi á Gaza-svæðinu til að afmarka öryggissvæði í norðri og þar með þrýsta á um lausn ísraelsks hermanns sem hefur verið í haldi herskárra Palestínumanna í tíu daga. Skriðdrekar og herbílar hafa farið inn á svæðið í allan dag. Heyra mátti sprengingar í Netiv Ha´asara ísraels megin við landamæri að norður hluta Gaza-svæðisins. Sjá mátti reyk stíga upp á Þar. Aðgerðir hersins í dag gætu bent til þess að Ísraelar væru reiðubúnir til að hertaka á ný hluta Gaza-svæðisins en aðeins er tæpt ár frá því her þeirra var fluttur þaðan og landtökubyggðir Gyðinga rýmdar. Sautján ára Palestínumaður sem grunaður var um að ætla að sprengja sig í loft upp var handtekinn við landtökubyggð Gyðinga á Vesturbakkanum í dag. Hann var með sprengjubelti um sig miðjan. Njósnir bárust af ferðum hans og var hann gripinn áður en hann gat látið til skarar skríða. Auk þessa voru tvær Palestínskra konur handteknar í áhlaupum í Betlehem og á Vesturbakkanum í dag. Ekki liggur fyrir hvers vegna þær voru teknar höndum. Ný mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna hefur í dag setið á neyðarfundi um ástandið á Gaza í Genf í Sviss og meðal annars hlýtt á skýrslu Johns Dugard, sérlegs sendifulltrúa samtakanna á sjálfsstjórnarsvæðum Palestínumanna. Hann segir að með aðgerðum sínum á Gaza-svæðinu brjóti Ísraelar gegn öllum helstu hegðunarreglum alþjóðalaga. Ísraelar segja hins vegar nefndina horfa fram hjá því sem valdi þeim áhyggjum. Hjálparstofnanir á vegum Sameinuðu þjóðanna hafa varað við yfirvofandi neyðarástandi á svæðinu verði ekkert að gert. Matur og lyf séu af skornum skamti og rafmagns- og vatnslaust hafi verið á stóru svæði frá því aðgerðir Ísraelsmanna hófust fyrir rétt rúmri viku.
Erlent Fréttir Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira