Fékk gæsahúð þegar ég heyrði afmælissönginn 26. júlí 2006 15:43 Markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir stefnir á að komast í atvinnumennsku í Þýskalandi Mynd/Hari Margrét Lára Viðarsdóttir hélt upp á tvítugsafmælið sitt með stæl í gærkvöldi þegar hún skoraði hvorki meira né minna en sjö mörk þegar Valur burstaði Fylki í Landsbankadeild kvenna. Hópur stuðningsmanna Valsliðsins söng afmælissönginn fyrir hana eftir leikinn, en Margrét skorar tæp þrjú mörk að meðaltali í leik í sumar sem er tölfræði sem hvaða handboltamaður gæti verið stoltur af. "Það var frábært að fá 30-40 manna kór til að syngja fyrir sig afmælissönginn fyrir sig eftir leikinn og ekki laust við að ég hafi fengið gæsahúð," sagði Margrét Lára, sem á von á gríðarlega harðri baráttu milli toppliðanna á lokasprettinum í deildinni. "Blikarnir eru á mjög góðu skriði núna eins og sást á stórsigri þeirra í gær og svo finnst mér KR vera að spila betur og betur. Við mætum KR í bikarnum á föstudaginn og það verður hörkuleikur, en hvað deildina varðar viljum við gera allt sem í okkar valdi stendur til að reyna að tryggja okkur titilinn sem fyrst," sagði Margrét Lára, sem hefur skorað 29 mörk í 10 leikjum í sumar og stefnir hraðbyri á markametið í deildinni, sem er 32 mörk. Margrét segist stefna á að reyna fyrir sér ytra í framtíðinni og segir Þýskaland vera efst á óskalistanum. "Ég útskrifaðist úr framhaldsskóla í vor en hef ekki sett stefnuna á að byrja í háskóla alveg strax. Það væri gaman að geta komist að hjá góðu liði úti og ég vona að ég geti tekið mér smá tíma til að læra nýtt tungumál áður en ég held svo áfram í skóla. Mér líst rosalega vel á Þýskaland, en sænska og enska deildin eru líka alltaf að verða sterkari," segir Margrét og bætir því við að hún hafi ekki miklar áhyggjur af áhuga annara liða sem stendur, því hún vilji einbeita sér að því að klára tímabilið með Val. Undanfarið hefur Landsbankadeild kvenna verið nokkuð í umræðunni vegna þess hve gríðarlegt bil er á milli getu bestu og lakari liðanna í deildinni og komið hefur upp sú tillaga að fækka liðunum í efstu deild. Margrét Lára telur það ekki endilega vera lausnina. "Að mínu mati er þetta meira spurning um að koma bestu leikmönnunum að hjá liðum erlendis, því ég held að það myndi reynast dýrmætt fyrir landsliðið ef okkar bestu leikmenn væru að spila í sterkari deildum. Það er auðvitað ekki gaman að vera í liði sem er að tapa stórt leik eftir leik, en ég man nú eftir því þegar ég var með ÍBV og við vorum að tapa 7-0 fyrir KR. Það varð bara til þess að gera mann ákveðnari og staðráðnari í að bæta sig og bæta liðið. Það sem mér finnst líka virðingarvert hjá þessum liðum í deildinni í dag er að þau eru ekkert að pakka í vörn og verjast. Það reyna öll liðin í deildinni að spila fótbolta og það finnst mér gott mál, " sagði Margrét sem segir draum sinn vera að komast á stórmót með landsliðinu. "Ég sjálf á mér draum um að komast að hjá sterku atvinnumannaliði og geta lifað á því að spila fótbolta, en það er auðvitað draumurinn að komast á stórmót með landsliðinu. Það er draumur hvers leikmanns að fá tækifæri til að spila á stórmóti og við konurnar eigum kannski aðeins betri möguleika á því fljótlega en strákarnir," sagði Margrét Lára og glotti. Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Enski boltinn Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fleiri fréttir Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Sjá meira
Margrét Lára Viðarsdóttir hélt upp á tvítugsafmælið sitt með stæl í gærkvöldi þegar hún skoraði hvorki meira né minna en sjö mörk þegar Valur burstaði Fylki í Landsbankadeild kvenna. Hópur stuðningsmanna Valsliðsins söng afmælissönginn fyrir hana eftir leikinn, en Margrét skorar tæp þrjú mörk að meðaltali í leik í sumar sem er tölfræði sem hvaða handboltamaður gæti verið stoltur af. "Það var frábært að fá 30-40 manna kór til að syngja fyrir sig afmælissönginn fyrir sig eftir leikinn og ekki laust við að ég hafi fengið gæsahúð," sagði Margrét Lára, sem á von á gríðarlega harðri baráttu milli toppliðanna á lokasprettinum í deildinni. "Blikarnir eru á mjög góðu skriði núna eins og sást á stórsigri þeirra í gær og svo finnst mér KR vera að spila betur og betur. Við mætum KR í bikarnum á föstudaginn og það verður hörkuleikur, en hvað deildina varðar viljum við gera allt sem í okkar valdi stendur til að reyna að tryggja okkur titilinn sem fyrst," sagði Margrét Lára, sem hefur skorað 29 mörk í 10 leikjum í sumar og stefnir hraðbyri á markametið í deildinni, sem er 32 mörk. Margrét segist stefna á að reyna fyrir sér ytra í framtíðinni og segir Þýskaland vera efst á óskalistanum. "Ég útskrifaðist úr framhaldsskóla í vor en hef ekki sett stefnuna á að byrja í háskóla alveg strax. Það væri gaman að geta komist að hjá góðu liði úti og ég vona að ég geti tekið mér smá tíma til að læra nýtt tungumál áður en ég held svo áfram í skóla. Mér líst rosalega vel á Þýskaland, en sænska og enska deildin eru líka alltaf að verða sterkari," segir Margrét og bætir því við að hún hafi ekki miklar áhyggjur af áhuga annara liða sem stendur, því hún vilji einbeita sér að því að klára tímabilið með Val. Undanfarið hefur Landsbankadeild kvenna verið nokkuð í umræðunni vegna þess hve gríðarlegt bil er á milli getu bestu og lakari liðanna í deildinni og komið hefur upp sú tillaga að fækka liðunum í efstu deild. Margrét Lára telur það ekki endilega vera lausnina. "Að mínu mati er þetta meira spurning um að koma bestu leikmönnunum að hjá liðum erlendis, því ég held að það myndi reynast dýrmætt fyrir landsliðið ef okkar bestu leikmenn væru að spila í sterkari deildum. Það er auðvitað ekki gaman að vera í liði sem er að tapa stórt leik eftir leik, en ég man nú eftir því þegar ég var með ÍBV og við vorum að tapa 7-0 fyrir KR. Það varð bara til þess að gera mann ákveðnari og staðráðnari í að bæta sig og bæta liðið. Það sem mér finnst líka virðingarvert hjá þessum liðum í deildinni í dag er að þau eru ekkert að pakka í vörn og verjast. Það reyna öll liðin í deildinni að spila fótbolta og það finnst mér gott mál, " sagði Margrét sem segir draum sinn vera að komast á stórmót með landsliðinu. "Ég sjálf á mér draum um að komast að hjá sterku atvinnumannaliði og geta lifað á því að spila fótbolta, en það er auðvitað draumurinn að komast á stórmót með landsliðinu. Það er draumur hvers leikmanns að fá tækifæri til að spila á stórmóti og við konurnar eigum kannski aðeins betri möguleika á því fljótlega en strákarnir," sagði Margrét Lára og glotti.
Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Enski boltinn Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fleiri fréttir Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Sjá meira