United þarf ekki á Nistelrooy að halda 27. júlí 2006 17:36 Manchester United þarf ekki á Ruud Van Nistelrooy að halda lengur að mati Paul Parker NordicPhotos/GettyImages Paul Parker, fyrrum leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, segir að hollenski framherjinn Ruud Van Nistelrooy sé ekki sami leikmaður og hann var og er þess fullviss að hans verði ekki saknað ef hann fer frá félaginu. Parker segir United ekki þurfa að kaupa stórstjörnu í stað Hollendingsins, heldur ungan og hungraðan framherja sem sé stoltur af að fá að spila fyrir félagið. "Ruud Van Nistelrooy var ekki stórstjarna sem tryggði þér 25 mörk á tímabili þegar hann kom til félagsins á sínum tíma. Það eina sem menn vissu um hann var að hann kláraði færi sín mjög vel og það átti líka eftir að koma á daginn. Nistelrooy varð sá leikmaður sem hann er í dag af því að spila með góða menn í kring um sig - menn sem sköpuðu færi fyrir hann," sagði Parker. "Nistelrooy hefur lengst af verið vinnusamur og þolinmóður. Hann hefur unnið til baka á vellinum og skapað hluti fyrir félaga sína. Hann var eldheitur framan af tímabili í fyrra, en á síðari helmingi tímabilsins fór hann að hætta að skora og þá var eins og hann yrði pirraður og hætti að nenna að leggja sig fram. Ég er ekki frá því að hann skorti hungrið sem einkenndi hann lengst af ferlinum og því held ég að hans verði ekki sárt saknað ef hann fer. Manchester United er félag sem treystir á liðsheild en ekki einstaklinga og ég hef ekki orðið var við það að einstaka leikmenn sem farið hafi frá félaginu í gegn um tíðina hafi látið það svíða með því að brillera annarsstaðar. Ég held að Manchester United þurfi alls ekki endilega að fara út og versla sér dýran markaskorara sem á að gefa því 25 mörk á tímabili, heldur reyna frekar að finna ungan og ákafan strák sem vill ekkert frekar en að sanna sig með liðinu. Það er nóg af mönnum hjá liðinu sem geta skapað marktækifærin og því þarf bara að finna mann sem hefur hæfileika til að klára færin," sagði Parker í viðtali við breska blaðið The Sun. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira
Paul Parker, fyrrum leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, segir að hollenski framherjinn Ruud Van Nistelrooy sé ekki sami leikmaður og hann var og er þess fullviss að hans verði ekki saknað ef hann fer frá félaginu. Parker segir United ekki þurfa að kaupa stórstjörnu í stað Hollendingsins, heldur ungan og hungraðan framherja sem sé stoltur af að fá að spila fyrir félagið. "Ruud Van Nistelrooy var ekki stórstjarna sem tryggði þér 25 mörk á tímabili þegar hann kom til félagsins á sínum tíma. Það eina sem menn vissu um hann var að hann kláraði færi sín mjög vel og það átti líka eftir að koma á daginn. Nistelrooy varð sá leikmaður sem hann er í dag af því að spila með góða menn í kring um sig - menn sem sköpuðu færi fyrir hann," sagði Parker. "Nistelrooy hefur lengst af verið vinnusamur og þolinmóður. Hann hefur unnið til baka á vellinum og skapað hluti fyrir félaga sína. Hann var eldheitur framan af tímabili í fyrra, en á síðari helmingi tímabilsins fór hann að hætta að skora og þá var eins og hann yrði pirraður og hætti að nenna að leggja sig fram. Ég er ekki frá því að hann skorti hungrið sem einkenndi hann lengst af ferlinum og því held ég að hans verði ekki sárt saknað ef hann fer. Manchester United er félag sem treystir á liðsheild en ekki einstaklinga og ég hef ekki orðið var við það að einstaka leikmenn sem farið hafi frá félaginu í gegn um tíðina hafi látið það svíða með því að brillera annarsstaðar. Ég held að Manchester United þurfi alls ekki endilega að fara út og versla sér dýran markaskorara sem á að gefa því 25 mörk á tímabili, heldur reyna frekar að finna ungan og ákafan strák sem vill ekkert frekar en að sanna sig með liðinu. Það er nóg af mönnum hjá liðinu sem geta skapað marktækifærin og því þarf bara að finna mann sem hefur hæfileika til að klára færin," sagði Parker í viðtali við breska blaðið The Sun.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira