Kjósa í fyrsta sinn 27. júlí 2006 19:11 25 milljónir íbúa Austur-Kongó fá nú um helgina að kjósa sér forseta í fyrsta sinn. Fyrir fáeinum árum geisaði styrjöld í landinu sem kostaði tæpar fjórar milljónir mannslífa. Það er enginn hægðaleikur að skipuleggja kosningar í Austur-Kongó. Landið er afar víðfeðmt, jafn stórt og öll Vestur-Evrópa, og stór hluti þess er þakinn þéttum frumskógi. 25 milljónir landsmanna eru komnir á kjörskrá og geta þeir greitt atkvæði á 53.000 kjörstöðum víða um land. 33 eru í kjöri í forsetakosningunum en flestir reikna með öruggum sigri Josep Kabila, sitjandi forseta. Hann hefur fjölmiðla landsins í hendi sér en auk þess ætlar stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn að sniðganga kosningarnar. Engu að síður eru Austur-Kongómenn fullir eftirvæningar enda er þetta í fyrsta sinn í 46 ára sögu landsins sem þeir fá að kjósa. Ónefndur kjósandi sagðist hafa beðið í 36 ár eftir að kjósa. Þetta væru gleðistundir. Fjögur ár eru liðin frá því að blóðugasta stríði jarðar frá lokum heimsstyrjaldarinnar síðari lauk á þessum slóðum. Orsök þess á sér flóknar skýringar en segja má að þegar byltinarflokkur Laurent Kabila steypti einræðisherranum Mobuto árið 1997 hafi óöldin hafist. Níu önnur Afríkuríki blönduðust í átökin sem meðal annars snerust um yfirráð yfir demantanámum og timburvinnsluhéruðum í austurhluta landsins, en einnig gerðu stjórnvöld í Úganda og Rúanda sitt til að kynda undir þau til að styrkja tökin á völdum sínum heima fyrir. Því hafa margir, með talsverðum rétti, kallað þetta stríð afrísku heimsstyrjöldina. 3,8 milljónir landsmanna létu lífið í tengslum við hana, flestir úr sjúkdómum og hungri, og annar eins fjöldi fór á vergang. Gríðarleg illvirki voru fylgifiskur stríðsins, til dæmis var tugþúsundum kvenna nauðgað á skipulegan hátt, barnungar stúlkur voru hnepptar í kynlífsánauð og drengir neyddir í hernað. Kabila var drepinn 2001 og þá tók sonur hans Josep við og þá tók ástandið að batna ofurlítið. Efnahagur landsins er þó enn í molum og ekkert útlit er fyrir að 17 þúsund manna friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna haldi á braut. Kosningarnar um helgina eru vonandi skref í rétta átt fyrir stríðshrjáðu þjóð. Erlent Fréttir Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
25 milljónir íbúa Austur-Kongó fá nú um helgina að kjósa sér forseta í fyrsta sinn. Fyrir fáeinum árum geisaði styrjöld í landinu sem kostaði tæpar fjórar milljónir mannslífa. Það er enginn hægðaleikur að skipuleggja kosningar í Austur-Kongó. Landið er afar víðfeðmt, jafn stórt og öll Vestur-Evrópa, og stór hluti þess er þakinn þéttum frumskógi. 25 milljónir landsmanna eru komnir á kjörskrá og geta þeir greitt atkvæði á 53.000 kjörstöðum víða um land. 33 eru í kjöri í forsetakosningunum en flestir reikna með öruggum sigri Josep Kabila, sitjandi forseta. Hann hefur fjölmiðla landsins í hendi sér en auk þess ætlar stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn að sniðganga kosningarnar. Engu að síður eru Austur-Kongómenn fullir eftirvæningar enda er þetta í fyrsta sinn í 46 ára sögu landsins sem þeir fá að kjósa. Ónefndur kjósandi sagðist hafa beðið í 36 ár eftir að kjósa. Þetta væru gleðistundir. Fjögur ár eru liðin frá því að blóðugasta stríði jarðar frá lokum heimsstyrjaldarinnar síðari lauk á þessum slóðum. Orsök þess á sér flóknar skýringar en segja má að þegar byltinarflokkur Laurent Kabila steypti einræðisherranum Mobuto árið 1997 hafi óöldin hafist. Níu önnur Afríkuríki blönduðust í átökin sem meðal annars snerust um yfirráð yfir demantanámum og timburvinnsluhéruðum í austurhluta landsins, en einnig gerðu stjórnvöld í Úganda og Rúanda sitt til að kynda undir þau til að styrkja tökin á völdum sínum heima fyrir. Því hafa margir, með talsverðum rétti, kallað þetta stríð afrísku heimsstyrjöldina. 3,8 milljónir landsmanna létu lífið í tengslum við hana, flestir úr sjúkdómum og hungri, og annar eins fjöldi fór á vergang. Gríðarleg illvirki voru fylgifiskur stríðsins, til dæmis var tugþúsundum kvenna nauðgað á skipulegan hátt, barnungar stúlkur voru hnepptar í kynlífsánauð og drengir neyddir í hernað. Kabila var drepinn 2001 og þá tók sonur hans Josep við og þá tók ástandið að batna ofurlítið. Efnahagur landsins er þó enn í molum og ekkert útlit er fyrir að 17 þúsund manna friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna haldi á braut. Kosningarnar um helgina eru vonandi skref í rétta átt fyrir stríðshrjáðu þjóð.
Erlent Fréttir Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira