
Sport
City samþykkir tilboð Boro í Distin

Forráðamenn Manchester City hafa samþykkt kauptilboð Middlesbrough í miðjumanninn Sylvain Distin og er hann sagður í viðræðum um kaup og kjör þessa stundina. Boro hefur lengi verið á höttunum eftir franska leikmanninum sem bar fyrirliðabandið hjá City um tíma á síðustu leiktíð og þótti standa sig með prýði.