Verður ekki með um helgina

Varnarmaðurinn Ashley Cole hjá Arsenal verður ekki í leikmannahópi liðsins um helgina þegar það mætir Aston Villa í opnunarleik sínum í úrvalsdeildinni, þó hann sé heill heilsu og vilji spila. Þetta er vegna þeirrar miklu óvissu sem ríkir um framtíð hans hjá félaginu, en Cole hefur lengi verið orðaður við Englandsmeistara Chelsea.