Tenniskappinn Roger Federer mun halda áfram að skrá nafn sitt á spjöld sögunnar næstkomandi mánudag þegar hann mætir Kínverjanum Wang Yeu-Tzuoo í fyrstu umferð opna bandaríska meistaramótsins. Federer gerir þar atlögu að því að vinna titilinn þriðja árið í röð, en það hefur aðeins þeim John McEnroe og Ivan Lendl tekist á síðustu áratugum. Mótið hefst á mánudag og stendur yfir til 10. september.
Rafael Nadal, sem er í öðru sæti heimslistans, mætir Mark Philippoussis í opnunarleik sínum og Andre Agassi mætir Andrei Pavel.