
Sport
Arsenal í viðræðum við Real Madrid og Chelsea

Ensku stórliðin Arsenal og Chelsea hafa ekki látið mikið í sér heyra á leikmannamarkaðnum á Englandi í dag, en þó er Arsenal sagt vera í viðræðum við Chelsea og Real Madrid vegna þeirra Jose Antonio Reyes og Ashley Cole. Breska sjónvarpið telur sig hafa heimildir fyrir því að Arsenal og Real muni skipta á þeim Reyes og Julio Baptista á lánssamningum og að enn sé ekki loku fyrir það skotið að Chelsea kaupi Ashley Cole. Frekari frétta er að vænta af þessu máli í kvöld.