Agassi lýkur keppni

Bandaríski tennisleikarinn Andre Agassi datt úr leik í þriðju umferð opna bandaríska meistaramótsins í tennis í dag þegar hann tapaði fyrir Þjóðverjanum Benjamin Becker 5-7, 7-6 (7-4), 4-6 og 5-7. Þetta varð fyrir vikið síðasti leikur Agassi á tennisvellinum, því hann hafði áður lýst því yfir að hann ætlaði að leggja spaðann á hilluna að mótinu loknu eftir 21 ár í baráttunni.