
Innlent
Gerir ráð fyrir hækkun stýrivaxta um 0,5 prósentustig

Ný stýrivaxtaákvörðun Seðlabanka Íslands verður kynnt klukkan níu. Greiningardeild KB banka gerir ráð fyrir hálfs prósentustigs hækkun stýrivaxta, sem og að vaxtalækkunarferlið hefjist á fyrstu mánuðum næsta árs. Stýrivextir eru nú 13,5% en þeim var síðast breytt þann 16. ágúst síðastliðinn. Þá hækkuðu þeir um 0,5 prósentustig.