Mótmælir harðlega orðum Sigurgeirs 25. september 2006 10:46 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, mótmælir harðlega orðum framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands um að tillögur flokksins til lækkunar á matvælaverði séu tilraun til að leggja landbúnaðinn í rúst. Samfylkingin kynnti á laugardag tillögur sem miða að því að lækka matarkostnað heimilanna í landinu um 200 þúsund krónur á ári. Tillögurnar fela meðal annars í sér lækkun vörugjalda og afnám tolla í áföngum. Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, sagði í fréttum í gær að hugmyndirnar væru tilraun til að leggja landbúnaðinn í rúst en því mótmælir Ingibjörg. Í Íslandi í bítið í morgun sagði hún: „Ég lýsi yfir fullkominni vanþóknun á því hvernig þessi framkvæmdastjóri Bændasamtakanna talaði og hlýt að lýsa yfir algjöru vantrausti á þessum einstaklingi. Við erum hér sem flokkur að leggja fram tillögur, við erum kjörnir fulltrúar almennings í landinu, hluti af almannavaldinu, okkur ber auðvitað að hafa skoðun á því og eftirlit með því hvernig skattpeningum fólks er varið og þá kemur þessi fulltrúi hagsmunasamtakanna fram og gerir í raun hróp að Samfylkingunni og biður henni bölbæna." Ingibjörg segir að orð Sigurgeirs séu slík frekja að hún hafi aldrei orðið vitni að öðru eins. „Ég er alveg tilbúin að ræða við Bændasamtökin um hvað eina sem lýtur að bættum kjörum og stöðu bænda í landinu og ég tel að bændur eigi samleið með neytendum í þessu efni en ég lýsi yfir fullkomnu vantrausti á þessum starfsmanni Bændasamtakanna," sagði Ingibjörg enn fremur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, mótmælir harðlega orðum framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands um að tillögur flokksins til lækkunar á matvælaverði séu tilraun til að leggja landbúnaðinn í rúst. Samfylkingin kynnti á laugardag tillögur sem miða að því að lækka matarkostnað heimilanna í landinu um 200 þúsund krónur á ári. Tillögurnar fela meðal annars í sér lækkun vörugjalda og afnám tolla í áföngum. Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, sagði í fréttum í gær að hugmyndirnar væru tilraun til að leggja landbúnaðinn í rúst en því mótmælir Ingibjörg. Í Íslandi í bítið í morgun sagði hún: „Ég lýsi yfir fullkominni vanþóknun á því hvernig þessi framkvæmdastjóri Bændasamtakanna talaði og hlýt að lýsa yfir algjöru vantrausti á þessum einstaklingi. Við erum hér sem flokkur að leggja fram tillögur, við erum kjörnir fulltrúar almennings í landinu, hluti af almannavaldinu, okkur ber auðvitað að hafa skoðun á því og eftirlit með því hvernig skattpeningum fólks er varið og þá kemur þessi fulltrúi hagsmunasamtakanna fram og gerir í raun hróp að Samfylkingunni og biður henni bölbæna." Ingibjörg segir að orð Sigurgeirs séu slík frekja að hún hafi aldrei orðið vitni að öðru eins. „Ég er alveg tilbúin að ræða við Bændasamtökin um hvað eina sem lýtur að bættum kjörum og stöðu bænda í landinu og ég tel að bændur eigi samleið með neytendum í þessu efni en ég lýsi yfir fullkomnu vantrausti á þessum starfsmanni Bændasamtakanna," sagði Ingibjörg enn fremur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira